Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 25
Eín af visbendingunum um gæði er tíðni
þrýstingssára. Hjúkrunarheimili, þar
sem oftar verður vart við legusár en
landsmeðaltal segir til um, þarf að taka
slíkar niðurstöðurtil athugunar. Ef legusár
koma oft fram getur það verið vísbending
um lélega umönnun. Þetta ákveðna dæmi
gæfi tilefni til að vinna umbótaverkefni
og svo væri hægt að sjá í næstu RAI-
mælingu hvernig til hefði tekist. Gæðavísa
má einnig nota við gæðaeftirlit bæði af
hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem
kaupa þjónustuna.
Matslyklar eru nokkurs konar leið-
beiningar um meðferð og þeir taka á
helstu heilsufarsvandamálum aldraðra.
Matslyklar geta gefið vísbendingar um
ástand íbúa, hvaða vandamál er til
staðar eða hvort viðkomandi er í hættu
á að fá tiltekið vandamál með þeim
sem fá ákveðið mein eða þurfa að kljást
við annan vanda. Það má því líta á
matslykla sem áhættuþætti og er tilvalið
að nýta þá sem hjálpartæki við gerð
hjúkrunaráætlunar.
Dæmi um matslykil eru þrýstingssár.
íbúinn þarf ekki endilega að vera kominn
með þrýstingssár en gæti átt það á hættu,
til dæmis gæti hann átt erfitt með að
hreyfa sig í rúminu, veríð með hægðaleka,
verið of feitur, ef til vill með sykursýki.
Þetta eru atriði sem hjúkrunarfræðingar
vita hvað geta haft í för með sér en
það getur stundum verið erfitt að sjá
skóginn fyrir trjánum. Heilsufar aldraðra,
sem búa á hjúkrunarheimilum, er oft
bágborið og einn íbúi getur verið með
mörg heilsuvandamál. Hvert þessara
vandamála getur gert hin flóknari og
einnig geta þau skyggt á önnur vandamál
og gert greiningu þeirra erfiðari. Það
er því nauðsynlegt fyrir fagfólk að bera
eigin athuganir og niðurstöður saman
við matslyklana til að tryggt sé að íbúinn
fái sem besta þjónustu. Matslyklarnir eru
ætlaðir sem stuðningur við faglega vinnu
en þeir koma ekki í staðinn fyrir hana.
Hjálpartæki ekki byrði
Þegar RAI-mælitækið var að stíga
sín fyrstu skref hér á landi var öll
skráning þess á pappír og einungis
metið einu sinni á ári. Var ekki laust við
að hjúkrunarfræðingum hrysi hugur við
þeirri vinnu sem fólst í að skrá matið,
nóg var nú samt. Ekki var óalgengt að
rokið væri í að meta rétt áður en skila
átti matinu og það sent og síðan ekki
söguna meir þangað til næsta holskefla
reið yfir. Það var kannski ekki nema
von þar sem ekki lá alveg Ijóst fyrir
hver ávinningurinn af skráningunni var
og niðurstöður lágu oft ekki fyrir fyrr en
eftir margar vikur. Tækið er nú óðum að
slíta barnsskónum og hefur sannað gildi
sitt og í dag er skráning tölvuvædd og
nettengd. Núna er metið þrisvar á ári og
hægt að sjá niðurstöður úr matinu strax
og búið er að staðfesta það. Við það
aukast möguleikar á því að vinna með
niðurstöðurnar og nýta þær í daglegu
starfi til að greina betur styrkleika og
þarfir íbúanna og gera hjúkrunaráætlun
í samræmi við þær. RAI-mælingar voru
ekki hugsaðar eða útbúnar til að auka
vinnuálag hjúkrunarfræðinga heldur sem
hjálpartæki.
Mikilvægt er að stjórnendur hjúkrunar
upplýsi alla sem sinna umönnun um
tilgang matsins og að þeir átti sig á
mikilvægi þess að upplýsingar séu réttar
og að matið lýsi raunverulegu ástandi
íbúans á þeim tíma sem metið er.
Kostir RAI-mælinga
Kostir RAI-mælitækisins eru ótvíræðir
og árangur umönnunar verður betri með
markvissari hjúkrunarmeðferð. Söfnun
heilsufarsupplýsinga er nákvæmari og
kerfísbundnari og stuðlar að bættri
skráningu hjúkrunar. RAI-mat hjálpar
hjúkrunarfræðingum við að meta sterkar
og veikar hliðar íbúanna og þarfir þeirra
á öldrunarstofnunum eru skýrari eftir
tilkomu RAI-mælitækisins.
RAI-mælingar gefa vísbendingar um gæði
þjónustunnarsemlátineríté. Mælingarnar
gefa einnig tækifæri til að nýta niðurstöður
við gerð umbótaverkefna ef einhvers
staðar er pottur brotinn. Stjórnendur
stofnana sem og heilbrigðisyfirvöld hafa
tækifæri til að bera saman niðurstöður
milli deilda og stofnana. Fjármögnun
verður gagnsærri og réttlátari þar sem
umönnunarkostnaður er greiddur með
breytilegu gjaldi eftir þyngdarstuðlum. Úr
niðurstöðum RAi-mælinga má einnig fá
miklar upplýsingar sem gefa ótal tækifæri
til vísindarannsókna.
Að lokum
Á þeim árum, sem liðin eru frá því RAI-mat
fór fyrst fram á hjúkrunarheimilum hér á
landi, hefur viðhorf til öldrunarmála breyst
töluvert og skilningur á þörfum aldraðra
aukist. RAI-mælingar gefa bæði starfsfólki
á stofnunum svo og heilbrigðisyfirvöldum
tækifæri til að fylgjast með hvernig
gæðum þjónustunnar er háttað, hverjar
hjúkrunarþarfir eru og hvernig fjármagni
er útdeilt.
Langflest starfsfólk í öldrunarþjónustu
hefurtekið RAI-matinu vel og lagt metnað
sinn í að gera það að hluta af daglegu
starfi sínu á vinnustað og er gaman
að geta þess að RAI-mælingarnar á
íslandi eru í fremstu röð sinnar gerðar í
heiminum.
Heimildir:
Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir,
Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Ómar
Harðarson, Pálmi V. Jónsson, Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir (1998). Gagnasafn um heilsu-
far og hjúkrunarþarfir aldraðra á elli- og hjúkr-
unarheimilum. Tímarít hjúkrunarfræöinga, 74
(4), 209 - 212.
Ingibjörg Hjaltadóttir (1999). RAI-mælitækið
og álagsmælingar, RUG-III flokkunarkerfið.
Greinargerð.
Pálmi V. Jónsson (2003). RAI fjölskyldan á íslandi.
Öldrun, 21(1), 4-8.
interRAI (2006). Long Term Care Facility. Sótt hinn
24. apríl 2006 á http://www.interRAI.org.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
23