Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 29
Elsa B. Friðfinnsdóttir Anna Gyða Gunnlaugsdóttir Sigrún Sveinbjörnsdóttir Anna Björg Aradóttir Jackie Green að vera í takt við þarfir samfélagsins og tilgang heilbrigðisþjónustunnar og miða að velferð þjóðarinnar. Leiðarljósið og sóknarfæri hjúkrunarfræðinga fælust í inntaki hjúkrunar, umhyggju, virðingu, trausti og heildrænni sýn og leiðtogar í hjúkrun þyrftu að marka brautina. Anna Gyða fjallaði um sérfræðinga í hjúkrun og lyfjaávísanir hjúkrunarfræð- inga. í fyrirlestri hennar kom m.a. fram að af þeim 1300 hjúkrunarfræðingum, sem starfa á LSH, eru 70% með a.m.k. BS-próf, 16 hjúkrunarfræðingar með sérfræðileyfi og 10 ráðnir í stöðu sérfræðings, oft nefndir klínískir sérfræðingar. Hún rakti sögu sérfræðinga í hjúkrun. Hún sagði litla hefð á íslandi fyrir sérfræðingum í hjúkrun og „nurse practitioners" og því mætti e.t.v. byggja á hugmyndafræði beggja og móta nám og störf og laga að íslenskum aðstæðum. Þá fjallaði hún um iyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum og þær breytingar sem þeim hefðu fylgt. Hún lagði áherslu á að fjölmargir sjúklingar tækju lyf ekki rétt og rannsóknir erlendis og gæðaúttektir á LSH sýndu að fyrirmælum lækna væri verulega ábótavant. Að auki væri margt sem benti til að mistök varðandi lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga væru hulið vandamál. Mikilvægast væri því að stuðla að ábyrgari vinnubrögðum og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks varðandi lyfjameðferð sjúklinga. Sigrún Sveinbjörnsdóttir útskýrði hvað felst í hugtakinu „nurse practitioner" og hlutverki þeirra en það felst m.a. í heildrænum tökum á viðfangsefninu, þeir sinna bráðum og langvinnum vandamálum, sinna forvörnum og heilbrigðisfræðslu, hafa gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir, veita öðrum hjúkrunarfræðingum ráðgjöf á sínu sérsviði og skrifa upp á lyfseðla. Hún ræddi síðan ávinning af menntun þeirra, en hún getur nýst mjög vel úti á landsbyggðinni og í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, svo sem í ungbarnavernd, skólahjúkrun, hjúkrunarmóttöku og heimahjúkrun, og gæti haft í för með sér meiri samfellu í þjónustunni. Helstu ókostirnir væru þeir að skortur væri á skilningi innan hjúkrunarstéttarinnar og meðal annarra heilbrigðisstétta. Að loknu kaffihléi sagði Jackie Green frá reynslu sinni af því að reka hjúkrunarstofu í Bretlandi og nefndi helstu kosti þess að skrifa upp á lyfseðla fyrir sjúklinga. Hún sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því í upphafi hver markmið stofunnar ættu að vera, aðgengi sjúklinga, þær hindranir sem búast mætti við, gætu verið í veginum, hverjir gætu tekið að sér sjúkdómsgreiningar, hvaða hæfileikar væru nauðsynlegir til að reka slíka stofu o.s.frv. Til að setja upp slíka stofu í Bretlandi þurfa hjúkrunarfræðingar að hafa minnst 5 ára reynslu og menntun sem er sambærileg við meistaranám. Þá ræddi hún kosti og galla við rekstur slíkra hjúkrunarstofa í Bretlandi og einkum þyrfti að meta hvort slíkar stofur hefðu bætt þjónustu við sjúklinga, heilsu þeirra og ánægju. Þá ræddi hún um lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga í Bretlandi en markmiðið með þeim er að bæta aðgengi sjúklingi að þeim lyfjum sem þeir þurfa og nýta hjúkrunarfræðinga betur í starfi. Hún rakti sögu lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga og menntun og að hjúkrunarfræðingar hefðu með því tekið aukinn þátt í umönnun sjúklinga í Bretlandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.