Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 17
á í umræddum bæklingi: „Engir tveir einstaklíngar hafa sömu þarfir og sömu vandamál og eins getur ástand og líðan breyst frá einni stund til annarrar. í þessu tilliti þarf hjúkrunarfræðingur ávallt að vera til taks til að meta slíkar breytingar og taka afstöðu til þess hvernig best sé að bregðast við þeim“ (bls. 14). Þjónusta við aldraða: Stjómsýslu- úttekt Ríkisendurskoðun gerði stjórnsýsluúttekt á síðasta ári á þjónustu við aldraða og birti niðurstöður í skýrslu í október 2005. I úttektinni er m.a. fjallað um starfsmenn og umönnun á öldrunarstofnunum. Fram kemur að árið 2003 hafi verið starfandi 38 öldrunarheimili á landinu með samtals 1.785 hjúkrunarrými. Meðalhlutfall hjúkrunarfræðinga á þessum stofnunum var aðeins 15,6%. Hæsta hlutfall hjúkrunarfræðinga er á Sóltúni eða 22,5% skv. þjónustusamningi en lægst fór hlutfall hjúkrunarfræðinga niður í 1,2% af fjölda starfsmanna við umönnun! Fimm ofangreindra heimila nutu eingöngu utanaðkomandi aðstoðar við hjúkrunina, þar af fjögur frá heilsugæslustöðinni á staðnum. Árið 2003 fékk hver íbúi þessara öldrunarheimila að meðaltali 4,8 hjúkrunarklukkustundir á sólarhring. Alls voru hjúkrunarklukkustundirnar á hvern einstakling ásólarhring undir viðmiðunum landlæknisembættisins á 20 af þessum 38 öldrunarheimilum. Af þessum upplýsingum í stjórnsýslu- úttekt Ríkisendurskoðunar er Ijóst að verulegt átak þarf að gera í fjölgun hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum til að tryggja besta mögulega árangur í umönnun miðað við eðlilega nýtingu mannafla og hagkvæmni í rekstri, eins og segir í bæklingi landlæknis- embættisins. Þá er einnig Ijóst að það hjúkrunarheimili, sem best er statt skv. úttektinni, er Sóltún. Þar er einmitt vel skilgreindur þjónustusamningur milli rekstraraðila og ráðuneytis, samningur sem kveður skýrt á um þjónustumagn og mannafla. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendur- skoðunar leiðir þannig ótvírætt í Ijós ávinninginn af þjónustusamningum enda segir í skýrslunni: „Telja verður að stjórnvöld ættu að setja fram kröfur um lágmarksþjónustu öldrunarheimila sem rekin eru fyrir opinber framlög, þ.e. magn og gæði þjónustu og aðbúnað íbúa. Slíkt veitti heimilunum aukið aðhald og stuðlaði að auknu jafnrétti þeirra sem þar dvelja, auk þess sem eðlilegt má telja að ríkið viti hvaða þjónustu það greiðir fyrir" (bls. 12). Aukin heimaþjónusta í umræðum um þjónustu við aldraða hér á landi hefur sú áhersla, sem hér hefur verið á stofnanavistun, verið gagnrýnd. í svörum Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins 11. apríl sl., kom fram að á höfuðborgarsvæðinu væru nú sjö hjúkrunarrými á hverja 100 einstaklinga 67 ára og eldri. í nágrannalöndunum væri meðaltalið sex rými á hverja 100 einstaklinga 67 ára og eldri. Fjölbreytni í búsetuúrræðum og aukin heimaþjónusta eru nú að verða aðaláhersluatriði þeirra sem tjá sig opinberlega um þjónustu við aldraða, hvort heldur sem eru fulltrúar aldraðra, stjórnmálamenn eða fagfólk. Það er vel. í áðurnefndum Kastljósþætti kom einnig fram í máli heilbrigðisráðherra að í könnun, sem gerð var í Hafnarfirði en þar eru um 80 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými, hafi komið fram að 70% þeirra töldu sig geta verið lengur á eigin heimili ef þeir fengju meiri heimahjúkrun og félagsþjónustu. Einnig kom fram að þegar þeir sem þegar eru í hjúkrunarrými voru spurðir hafi 50% þeirra talið að þeir hefðu getað verið lengur á eigin heimili ef meiri þjónusta hefði verið í boði. Þó þarna sé um afmarkað dæmi að ræða má leiða líkum að því að sambærileg svör fáist annars staðar á landinu. En hvað er átt við með aukinni heima- hjúkrun og aukinni félagsþjónustu? Er eingöngu átt við aukningu í þeim þjónustuformum sem fyrir eru? Nætur- þjónusta hefur t.d. verið takmörkuð en Ijóst má vera að efla þarf slíka þjónustu verulega ef stofnanavistun aldraðra minnkar. Á sama hátt og boðið er upp á dagvistun aldraðra ætti t.d. að bjóða upp á næturvistun aldraðra, þ.e. að hinn aldraði fari út af heimili sínu yfir nóttina þannig að umönnunaraðilinn (líklega oftast öldruð eiginkona) fái hvíld og geti þannig tekist á við umönnunarhlutverkið yfir daginn. í bókinni Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun (2005) bendir höfundurinn, dr. Kristín Björnsdóttir, á að í mörgum tilfellum leiði slíkur flutningur á ábyrgð á umönnun og meðferð frá starfsfólki heilbrigðisstofnana til aðstandenda, til álags, vanlíðunar og félagslegra erfiðleika á heimilunum. Flutningur á þjónustu inn á heimilin er víðtæk aðgerð sem tengist fjölda samfélagslegra þátta. Benda má á nauðsyn þess að tekið verði tillit til hugsan- legra fjarvista launamanna sem hugsa um aldraða foreldra sína heima, t.d. með því að réttur til fjarvista vegna veikinda barna verði útvíkkaður þannig að hann gildi einnig um fjarvistir vegna veikinda maka og foreldra. Þá má einnig vera Ijóst að slík tilfærsla umönnunar aldraðra frá stofnunum inn á heimilin mun kalla á að maki, börn eða aðrir aðstandendur hins aldraða þurfi að draga sig að einhverju eða öllu leyti út af vinnumarkaði, tímabundið eða varanlega. Á einhvern hátt þarf að bæta viðkomandi upp þann tekjumissi sem hann/hún verður fyrir. Skoða þarf hvort kerfi umönnunarbóta geti komið til móts við slíkan tekjumissi, þ.e. að sá aðstandandi sem annast hinn aldraða heima fái umönnunarbætur frá ríkinu enda má segja að verulegt opinbert fé sparist með minni þörffyrirstofnanavistun og að eðlilegt sé að hinn aldraði og umönnunaraðilinn fái til sín hluta þess fjár. Þá þarf að skoða slíka tilfærslu þjónustu út frá jafnréttissjónarmiðum því slík umönnunarstörf á heimilum munu Ifkast til frekar koma til kasta kvenna en karla. Staða kvenna á vinnumarkaði mun þannig hugsanlega veikjast frá því sem nú er og það væri sannarlega skref aftur á bak í jafnréttismálum hér á landi. Að öllum þessum þáttum þarf að hyggja við undirbúning þess ágæta skrefs að gera fleiri öldruðum einstaklingum en áður kleift að búa sem lengst á eigin heimili, með viðeigandi þjónustu og við viðunandi lífskjör. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.