Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 40
heimsótt þá oftar," segir Dana Evans, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild York Central sjúkrahússins í útjaðri Toronto. Hún minnist einkum konu einnar sem var alvarlega veik af HABL. Aðstandendur hennar voru veikir á sama tíma svo þeir gátu ekki heimsótt hana á sóttarsæng. Eiginmaður konunnar lést en enginn ættingjanna sá sér þó fært að koma á sjúkrahúsið og segja henni sorgarfréttirnar. Hún virtist engu að síður finna á sér að eitthvað væri að. Dana Evans hafði samband við fjölskyldu hennar og sagði að einhver yrði að koma og tilkynna konunni um andlát eiginmanns hennar. Svo hringdu þær saman í fjölskylduna. Þessi erfiða stund er Dönu enn í fersku minni, „Ég hélt í hönd konunnar og reyndi að styðja hana. Það var þó hægara sagt en gert því ég var bæði í hlífðarbúningi og með tvöfalda grímu þannig að hún sá ekkert nema augun..." Dana Evans hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hún var spurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna við HABL-deildina. „Ég hafði bara áhyggjur af köttunum mínum þegar aðrir óttuðust að bera smitið heim til barnanna sinna.‘‘ Henni þótti erfitt að horfast í augu við að bæði nágrannar og aðrir litu svo á að hún gæti verið smitberi en hún þekkti viðbrögðin, þau voru þau sömu og þegar fólk fór fyrst að átta sig á hættunni sem var samfara HIV og eyðni. Hjúkrunarfræðingar verða að taka þátt í ákvörðunum Ein mikilvægasta forsenda þess að hjúkrunarfræðingum takist að vinna við erfiðar aðstæður, er að þeir geti haft áhrif á ákvarðanatöku, segir Doris Grinspun, forstjóri samtaka löggiltra hjúkrunarfræðinga í Ontaríó (RNAO). Eftir að HABL hefði herjað í Toronto létu samtök löggiltra hjúkrunarfræðinga (RNAO) kanna hvað hjúkrunarfræðing- unum fannst um starf sitt. Gerðar voru kannanir og rætt við matshópa, focus groups) og niðurstöður að því búnu kynntar í skýrslu sem kölluð var „Flett ofan af HABL“ (SARS unmasked). Þar kemur fram að margir fundu til mikils ótta og örvæntingar, að (fullnægjandi) hlífðarbúnað skorti, fræðsla var af skornum skammti og sífelldur straumur upplýsinga af öllu tagi frá bæði yfirvöldum og sérfræðingum ruglaði fólk í ríminu. Margir hjúkrunarfræðinganna höfðu hafið störf með HABL-sjúklingum án þess að hafa til dæmis neina hugmynd um hvernig sjúkdómurinn smitaðist. „Engum myndi detta í hug að senda her- mennvopnlausaístríð. Hjúkrunarfræðingar verða að hafa fullnægjandi og nákvæmar upplýsingar og viðeigandi hlífðarbúnað," segir Doris Grinspun. Hún starfaði tvívegis í ísrael á stríðstímum og fullyrðir að þess háttar ástand geri allt aðrar og strangari kröfur en hefðbundin sjúkrahússtörf. Það er að hennar sögn ein ástæða þess að hún dreif strax á fyrstu dögunum í að sett var á laggirnar nefnd á vegum RNAO sem hjúkrunarfræðingar gátu leitað til að ráðgjöf. Nefndin er enn að störfum og veitir ráðgjöf þegar mikið liggur við. Hún hefur einnig samið viðmiðunarreglur sem sendar hafa verið öllum 24.000 félögum samtakanna. RNAO kom einnig upp HABL-neyðarlínu sem hjúkrunarfræðingar geta hringt í eða sent netpóst og fengið svör sem þeim liggur á að fá. RNAO komst svo að þeirri niðurstöðu að sú staðreynd, að margir hjúkrunarfræðingar séu í hálfu starfi eða með tímabundna samninga, hafi valdið miklum vandræðum þegar HABL braust út. Á tíunda áratugnum var gripið til umtalsverðs niðurskurðar í heilbrigðismálum og hlutastörfum fjölgaðí mjög en hjúkrunarfræðingum í fullu starfi fækkaði. Á meðan HABL gekk yfir máttu hjúkrunarfræðingarnir aðeins vinna á einum vinnustað og það olli miklum hjúkrunarfræðingaskorti. Doris Grinspun er sannfærð um að síðari HABL-faraldurinn hefði aldrei brotist út ef stjórnir sjúkrahúsa og stjórnmálamenn hefðu gefið gaum viðvörunum hjúkrunar- fræðinga um að ekki hefði tekist að komast fyrir sjúkdóminn. Þess í stað var bæði ferðabanni og öðrum takmörkunum aflétt. Doris Grinspun og RNAO-samtökin fóru fram á opinbera rannsókn en við þeirri beiðni var ekki orðið þótt nefnd hefði verið skipuð til þess að kanna það sem gerðist. „Enn er beðið eftir lokaskýrslu þeirrar nefndar," segir Doris. RNAO-samtökin eiga aðild að ráðgjafanefnd fylkisíns sem sett var á stofn til þess að bregðast við ínflúensufaraldri. „Ég held að stjórnvöld hafi að lokum áttað sig á því sem við héldum fram, að hjúkrunarfræðingar verði að eiga aðild að ákvarðanatökunni,“ segir Doris Grinspun. Lesið meira! Hægt er að sækja skýrsluna „Flett ofan af HABL“ (SARS unmasked) á ensku á vefsetrið www.rnao.org. FRETTAPUNKTUR LOFT 2006 Ráðstefna um tóbaksvarnir verður haldin í Kirkjulundi, Kirkjuvegi 25, Reykjanesbæ, dagana 14.-15. september 2006. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af fyrri tóbaksvarnaráðstefnum á Egils- stöðum, Mývatnssveit og síðast í Hveragerði 2004. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og öðru áhugasömu fólki um tóbaksvarnir og reyklaust umhverfi á vinnustöðum. Að þessu sinni verða áherslur ráðstefnunnar óbeinar reykingar og reyklausir vinnustaðir og fjallað verður um meðferð til reykleysis. Ráðstefnan verður haldin af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ, í samvinnu við landlæknisembættið, Lýðheilsustöð og Krabbameinsfélag íslands. Skráning hófst 1. apríl 2006. Heimasíða ráðstefnunnar er http://www.congress.is/ Ioft2006. 38 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.