Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 28
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdurOhjukrunds
FJÖLMENNI Á MÁLÞINGI UM
SÓKNARFÆRI í HJÚKRUN
Um 100 hjúKrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu mættu á málþing sem haldið
var á vegum FIH áGrand hóteli 26. apríl undir kjörorðunum „sóknarfæri í hjúkrun?"
Að auki var fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði á heilbrigðisstofnanir á
Egilsstöðum, Isafirði, Siglufirði, Akureyri, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Húsavík og
Neskaupstað.
Fyrirlesararar voru: Anna Björg Ara-
dóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá land-
læknisembættinu, en hún fjallaði um
sérþekkingu f hjúkrun í heilbrigðis-
þjónustunni, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir,
sérfræðingur í hjúkrun á LSH, fjallaði
um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga,
og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, MS,
hjúkrunarfræðingur á LSH, fjallaði um
hlutverk „nurse practitioner" í íslenskri
heilbrigðisþjónustu. Gestafyrirlesari
var Jackie Green sem fjallaði um lyfja-
ávísanir hjúkrunarfræðinga og rekstur
hjúkrunarstofa og áhrif á heilbrigðiskerfið
í Bretlandi. Að loknum fyrirlestrum fóru
fram pallborðsumræður. Fundarstjóri var
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH.
I fyrirlestri Önnu Bjargar Aradóttur kom
fram að skoða þyrfti þörf fyrir sérþekkingu
í samræmi í við þær breytingar sem
eiga sér stað nú í samfélaginu. Þar
nefndi hún t.d. aldurssamsetningu
þjóðarinnar, fjölskyldustærð og -gerð,
hærri meðalaldur kvenna sem eignast
börn í fyrsta sinn, aukna menntun og
hagsæld þjóðarinnar, flutning úr dreifbýli
í þéttbýli, fjölgun fátækra á íslandi og
aukið bil milli ríkra og fátækra og aukinn
fjölda barna með erlent móðurmál. Þessa
þætti þyrfti að sköða varðandi þörf fyrir
sérþekkingu í hjúkrun. Þá ræddi hún um
helstu ógnir við heilsufar í dag en það eru
geðheilsuvandamál, offita, vímuefnavandi,
streita, ofbeldi og smitsjúkdómar. Offita
meðal skólabarna hefði t.d. aukist mjög á
síðustu árum og gætu hjúkrunarfræðingar
aðstoðað við að snúa þeirri þróun
við. Heilbrigðiskerfið væri flókið og
síbreytilegt og gætu hjúkrunarfræðingar
verið leiðsögumenn og málsvarar þeirra
sem þurfa á þjónustunni að halda. Hún
sagði heilsugæsluna gott dæmi um hvar
sóknarfæri hjúkrunarfræðinga gætu
legið, þar þyrftu hjúkrunarfræðingar að
láta rödd sína hljóma betur og láta gott
af sér leiða. Sérþekking í hjúkrun þyrfti
26
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006