Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 17
FRÉTTAPUNKTAR að hækka launin núna ef við megum ekki fara í verkfall? Eg held að það séu ýmis ráð, uppsagnir eru vænlegri leið tel ég, hjúkrunarfræðingar geta unnið sjálfstætt, stofnað eigín fyrirtæki eins og þeir hafa þegar gert. Þá er hægt að fá útlendinga til starfa sem krefjast hærri launa eins og þegar dönsku hjúkrunarfræðingarnir voru ráðnir sl. sumar, þá þykir kannski vænlegra að greiða okkar hjúkrunarfræðingum samsvarandi laun. Launabarátta er erfið og verður aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll." Bergljót segist ánægð með að hafa talað gegn verkfallsrétti á fundi félagsins þegar verið var að berjast fyrir þessum rétti. „Þá komu fremstu verkalýðsleiðtogar þjóðarinnar á fundinn, Kristján Thorlacius og Bergmundur Guðlaugsson, ég var ákveðin í því að vera ekki ein af þeim sem tala bara á kaffistofum, hafði greinilega þroskast frá því ég var í forskólanum. Þeir kváðu mig auðvitað í kútinn þessir snillingar og sögðu m.a.: „Já, já, það er ágætt að tala um rósrauðan heim eins og hún gerir þarna hún Bergljót," og annað í þeim dúr, gerðu góðlátlegt grín að mér. Auðvitað gerði ég mér þá Ijóst og geri ekki síður í dag að raunveruleikinn er harður húsbóndi en ekki rósrauður. „Hálsaskógar“-pólitíkin er góð í Hálsaskógi en dugar samfélagi manna ekki þó sumir stjórnmálaflokkar tileinki sér hana. Engar undirtektir fékk ég, enginn púaði á mig, mér var ekki vísað á dyr, en lítið og dræmt var klappið að loknu mínu innleggi." Bergljót segist í störfum sínum oft hafa þurft að sitja báðum megin við borðið. „Fyrsta skylda stjórnenda er að gæta hagsmuna skjólstæðinga og fara að lögum og reglum sem stofnuninni eru sett. Ég bar ábyrgð á að þeir fengju faglega og trausta þjónustu en til þess þarf vel menntað og traust starfsfólk sem krefst að jafnaði hærri launa. Mér bar samt fyrst og fremst að sitja skjólstæðinga- og stofnunarmegin við borðið en ekki stéttarfélags míns þegar einhverjar aðgerðir voru í gangi eins og stundum gerðist, t.d. hópuppsagnir, þannig að þetta er kannski svolítið mótsagnakennt. Þetta eru mín afskipti af kjaramálum." Fór í mál við víð Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga Bergljót var ein þriggja kvenna sem kjörnar voru heiðursfélagar á síðasta fulltrúaþingi, hinar eru Pálína Sigurjónsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir sem báðar hafa verið kynntar hér í tímaritinu. „Það sýnir víðsýni félagsmanna og virðingu fyrir málfrelsi og gagnrýni," segir Bergljót og bætir við að hún hafi farið í mál við Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Ástæðan fyrir málaferlunum var sú að 1. janúar 1997 var felldur niður lífeyrisréttur sem hjúkrunarnemar áunnu sér þau þrjú ár sem þeir voru í námi og tryggður var í lögum, með þeim afleiðingum að eftirlaunin lækkuðu um 4,8%. „Þessi lífeyrissjóðsréttur var meðal fárra fríðinda sem við nutum á námsárunum, eins og húsnæði, fatnaður, fæði o.fl., en að sjálfsögðu gátum við ekki greitt í sjóðinn þar sem við höfðum engin lauri, aðeins Stjórnarfundur SSN í Noregi Dagana 28.-30. ágúst var haldin stjórnarfundur í SSN, Sygeplejernes Samarbeit i Norden, eða Samstarf norrænna hjúkrunarfræðinga. Þrír fulltrúar frá íslandi sóttu fundinn sem að þessu sinni var haldin á sjóleiðinni frá Þrándheimi til Tromsö. Á fundinum voru rædd mál er varða sameiginlega hagsmuni hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum. • Hvert land kynnti það átak sem unnið hefur verið við kynningu á tímaritinu Várd i Norden. Hér á landi hefur átakið skilað auknum fjölda áskrifenda. • Ritstjóri Várd i Norden tilkynnti að hún hygðist láta af störfum en ætlar að sinna starfinu þar til eftirmaður hennar verður fundinn. • Næsta ráðstefna, sem SSN stendur fyrir, verður haldin í Reykjavík í október 2007 en þá verður fjallað um launa- og réttindamál hjúkrunarfræðinga. • ( byrjun árs 2006 var sett á stofn nefnd innan SSN sem er ætlað að skoða hvaða gæðavísa má nota á Norðurlöndunum til þess að meta gæði í hjúkrun. Á fundinum var ákveðið að óska eftir því að þessi nefnd haldi áfram störfum og komi með tillögur um hvernig best er að haga vinnu sem þessari og taki saman hvaða gæðavísa má nota. Ágústa Benný Herbertsdóttir situr í þessari nefnd fyrir hönd FÍH. V.H. Athugasemd í síðasta tölublaði gleymdist að geta höfundar pistils um öryggi sjúklinga, en hann er Jan Thomasson og pistillinn birtist áður í Várdfacket. V.K.J.. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.