Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 32
GEÐHJÚKRUN OG GEÐORÐIN 1 0 Geðorð nr. 8 „Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup" Öll dreymir okkur um velgengí í lífinu. En hvaö er velgengni? Eðlilega er skilgreiningin mjög einstaklingsbundin og fer auk þess eftir menningar- og samfélagslegu samhengi hvers og eins. Að vera ungur, fallegur, grannur og ríkur er í augum margra dæmi um mikla velgengni. Annars staðar er velgengni mæld í kílóum og aldri. Töfralæknar sums staðar ná fyrst velgengni eftir tvö tímabil með ofskynjunum og ranghugmyndum, hér á landi þykir það ástand ekki merki um mikla velgengni eða glæsta framtíð. Jafnvel að vinna við geðhjúkrun var á tímabili talið mjög hallærislegt til lengdar og nokkuð sem maður þurftí að vaxa upp úr eða gerði að ævistarfi vegna þess að maður dugði ekki til annars. Þetta hefur sem betur fer breyst en leiðin hefur oft verið ansi grýtt fyrir marga. Þegar maður er ungur og óþolinmóður er erfitt að bíða eftir velgengninni, ég tala nú ekki um þegar maður er nýkominn úr námi og vill breyta heiminum og geðheilbrigðis- þjónustunni. Þá er eðlilegt að þolið sé ekki mikið, maður rekist á ýmsar hindranir og gefist jafnvel upp. Gefist upp á hugmyndafræðinni, áherslunum, laununum og starfsaðstöðunni sem manni fannst bara alveg út í hött. En í uppgjöfinni geta líka falist tækifæri til að skoða aðrar leiðir og ná árangri á öðrum vettvangi. Við ráðleggjum oft öðrum að horfast í augu við ástandið, skoða aðra möguleika og viðbrögð. Ýmsar leiðir eru til velgengní og við þurfum að vera opin og sveigjanleg gagnvart þeim, fyrir okkar hönd og sjúklinganna. Kannski felst velgengi okkar sem fagfólks ekki í stærri lyfjaherbergjum eða tæknilegri hjúkrunargreiníngu. Velgengnin felst að mínu matí í að við verðum sýnilegri, bæði gagnvart njótendum þjónustunnar og út á við, þorum að taka afstöðu, tökum uppbyggilegri gagnrýni en séum ekki hrædd við að hrósa hvert öðru þegar vel er gert. Við skulum vera með í þeim breytingum sem fara í hönd í heilbrígðiskerfinu, fræðast og vera með í umræðunní um nýjar leiðir, sjálfseflingu og aukið val njótenda og aðstandenda. Þar leikur sjálfsmat okkar sem meðferðaraðila stórt hlutverk og er kannski lykilatriði f velgengni okkar. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræð- ingur og forstöðukona í Vin, athvarfi Rauða kross íslands fyrir geðfatiaða. FRÉTTAPUNKTUR Leiðbeiningar til að fyrirbyggja mismunun gefnar úr af Dansk sygeplejerád, (DSR). Danska hjúkrunarfélagið hefur gefið út bækling með leiðbeiningum um hvernig koma megi í veg fyrir mismunun á vinnustað. Það er stefna danska félagsins að í heilbrigðiskerfinu sé pláss fyrir alla og því ekki hægt að líða mismunun sökum ólíks menningarlegs bakgrunns, kynþáttar, húðlitar, trúarbragða og fleira. Þess vegna telur félagið mikilvægt að vinna markvisst að því að fyrirbyggja mismunun. Félagið hefur einnig gefið út bækiing um fjölbreytileika starfsfólks í heilbrigðiskerfinu. Þar er komið inn á rétt hvers einstaklings til að vera sá sem hann er og að vinnustaðurinn og samfélagið geti lært að nýta sér þennan fjölbreytileika. Bæklingana má fá á heimasíðu DSR, www.dsr.dk. V.H. 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.