Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Side 35
HUERNIfi BEN6UBP
Minheilsa,mínáDyrgð
Fyrr á þessu ári stofnuðu þrjár vinkonur, sem allar eru
hjúkrunarfræðingar, BAS-hópinn. Markmið þeirra er að
ganga 63 km til styrktar rannsóknum og meðferð á
brjóstakrabbameini í AVON WALK FOR BREAST CANCER
í New York nú í október, Þátttökugjald í göngunni rennur
til rannsókna og meðferðar á brjóstakrabbameini en það
fé, sem BAS-hópurinn safnar umfram þátttökugjaldið,
rennur til Samhjálpar kvenna sem eru samtök til stuðnings
konum sem greinast með brjóstakrabbamein.
BAS-stelpurnar, þær Bríet Birgisdóttir, Soffía Eiríksdóttir
og Anna I. Arnardóttir, hafa stundað æfingar í Laugum og
náð góðum árangri og leggja áherslu á að besta forvörnin
sé að þekkja sinn eigin líkama og vera meðvitaður um
eigin heilsu.
Frekari upplýsingar um BAS-hópinn má finna á heimasíðu
hópsins, www.bas.is.
FRETTAPUNKTUR
Hjúkrunarfræðinemar vilja sterkari stöðu - Ásrún Ösp Jónsdóttir kjörin varaformaður
5.-8. júli sl. var Kvæsthuset, sem er höfuðstöðvar
Dansk sygeplejerád, Danska hjúkrunarfélagsins fullt af
hjúkrunarnemum frá 13 löndum sem héldu þar árlegan
aðalfund ENSG. Á fundinum var nafni samtakanna breytt
í ENSA sem stendur fyrir European Nursing Student
Association, Samtök Evrópskra hjúkrunarfræðinema.
Fráfarandi forseti samtakanna er Staale Skaar frá Danmörku
en nýkjörinn forseti Barry McConaghy frá írlandi og varaforseti
Ásrún Ösp Jónsdóttir frá íslandi. Auk Ásrúnar sótti Díana
Dröfn Heiðarsdóttir fund samtakanna fyrir íslands hönd.
Nemar frá 12 Evrópulöndum auk Kanada höfðu valið að
eyða fimm heitum júlídögum saman í Kaupmannahöfn. Eitt
brýnasta efnið á dagskrá fundarins var framtíð samtakanna.
„Samtökin þurfa helst að vera virkari en þau eru núna
þannig að þau hafi slagkraft," segir Staale Skaar. Það
hafa verið svolítil vandamál tengd því að halda uppi
virkum samskiptum milli einstakra aðildarlanda. Ástæðan er
annars vegar sú að samtökin hafa ekki yfir að ráða miklum
fjármunum og hins vegar að nám tekur enda hjá flestum.
Það er þess vegna mikil endurnýjun innan félagsins og
enginn með langa reynslu. Af þessum sökum hefur verið
ákveðið að mynda yfirnefnd sem getur gefið samtökunum
fastari grunn að standa á.
Agnese Bergmane (19 ára) og Olga Kuligina (20 ára) eru
báðar frá Lettlandi sem sendi fiú í fyrsta sinn fulltrúa á
ársfund ENSG.
Einn námsdagur í hverri viku
Ársfundurinn hefur einnig haft önnur efni á dagskránni
og beint augum sínum að faglegum þáttum. M.a. bókuðu
fundarmenn afstöðu sína varðandi rétt nema í verknámi. „í
Danmörku fá nemar einn námsdag í viku. Mér finnst sjálfri
að þannig eigi það að vera í allri Evrópu. Þannig getur maður
kafað ofan í það sem maður hefur lært,“ segir Staale Skaar.
Fleiri karlmenn í fagið
Kynjapólitík var einnig á dagskrá fundarins. Þetta er efni sem
augljóslega er Staale hjartans mál. „Eins og þetta er nú eru
meira en 95% hjúkrunarfræðinga konur. Maður gæti gert mun
meira til að hvetja fleiri karla í námið. Margir þeirra sem byrja
í náminu koma úr hernum, þeim þykir gaman að vinna með
fólki og koma þess vegna. Þarna tel ég að hægt sé að sækja
meira af karlmönnum i fagið,“ segir Staale Skaar að lokum.
Samtökin gera árlega skýrslu sem fjallar um laun og
vinnuaðstæður í hverju landanna.
V.H.
Vefur ENSA er www.nursingstudents.eu.
Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
33