Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Side 12
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Kristinn Tómasson (hkg@ver.is) HOLDAFAR STARFSHÓPA Líkamsþyngdarstuðull og hlutfall of feitra Meðaltal líkamsþyngdarstuðuls og hlutfall of feitra í ýmsum starfshópum bendir til þess að margir einstaklingar í þessum hópum séu yfir kjörþyngd. Undantekningar eru einkum flugfreyjur og konur í læknastétt. Atvinnurekendur geta séð sér hag í því að að skapa starfsmönnum skilyrði til hollra lífshátta í vinnunni. Hjúkrunarfræðingar og grunnskólakennarar, sem leiðbeina ungum og öldnum um heilsufar og lífshætti, ættu að leitast við að vera góðar fyrirmyndir skjólstæðinga og nemenda. Inngangur Offita og ofþyngd er vandamál víða um lönd og kostnaður metinn hár bæði vegna meðhöndlunar sjúkdóma, sem fylgja í kjölfar hreyfingarleysis og offitu, og vegna tapaðra vinnustunda og ótímabærs dauða (Schmier o.fl., 2006). Offita getur takmarkað starfsgetu og er líkleg til að draga úr líkum fólks til að fá vinnu (Roehling, 2002). Á íslandi virðist offita hjá konum tengjast því að vera ekki í vinnu en það sama gildir ekki um íslenska karla (Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, 2007). Öfugt við það sem áður var er offita nú á dögum tíðari meðal þeirra sem búa við lélegan efnahag og hafa skamma skólagöngu að baki en meðal þeirra sem betur mega sín (Drewnowsky og Specter, 2004). Þeir sem eru líkamlega virkir eða vel á sig komnirvirðastvarðirfyrirheilsufarshættum sem fylgja ofþyngd eða offitu (Blair og Brodney, 1999) en líkamleg vinna kemur ekki í veg fyrir offitu. í rannsókn Gutiérrez- Fisac og félaga (2002) kom fram að þeir sem stunduðu líkamlega vinnu voru ekki léttari en þeir sem voru í kyrrsetustörfum en regluleg hreyfing í frítíma minnkaði líkur á offitu. í rannsókn á þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994 (Hólmfríður Þorgeirsdóttir o.fl., 2001) kom fram að á þessu tímabili fjölgaði bæði þeim sem voru of þungir og of feitir og þeim of feitu fjölgaði meir en þeim of þungu. Óverulegar breytingar höfðu þó orðið á neyslu orku og orkuefna á tímabilinu og töldu höfundarnir því að minni hreyfingu fólks við daglegar athafnir og störf væri helst um að kenna. En þegar athugað var hvað mikla og hvers konar líkamlega þjálfun fullorðnir íslendingar stunda og samband þessa við þyngdarstuðul, fitumassa og gripstyrk í íslensku þýði kom í Ijós að áreynsla í vinnu var hvorki tengd holdafari né gripstyrk (Sigríður Lára Guðmundsdóttir o.fl., 2004). Ekki sást heldur samhengi milii vinnuálags og ástundunar líkamsræktar. Þeir sem unnu kyrrsetuvinnu voru jafnlíklegir til þess að stunda enga líkamsrækt og þeir sem unnu erfiðisvinnu. Niðurstöður þessarar rannsóknar, sem gerð var á árabilinu 2001-2003, bentu til þess að hlutfall of feitra og of þungra í aldurshópi 30 ára og eldri hefði haldist óbreytt frá 1993- 1994 þegar Hólmfríður Þorgeirsdóttir og félagar gerðu rannsókn sína. Markmið athugunar okkar var að kanna hvort líkamsþyngdarstuðull (LÞS) og hlutfall of feitra er mismunandi hjá starfshópum. Leitað var í gagnasöfn sem Hólmfríður K. Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðíngur og doktor í heilbrigðisvísindum. Hún starfar sem sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins. Kristinn Tómasson dr. med. er geð- og embættislæknir. Hann er yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins. 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.