Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 23
Friðrikka Guðmundsdóttir, Fríða Rut Baldursdóttir og Hlíf Hansen, rikkagu@simnet.is
SKURÐHJÚKRUNARFRÆÐINGAR Á
RÁÐSTEFNU í STAFANGRI
Fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga mun kynna starfsemi sína betur í næsta
tölublaði en gefa hér forsmekk með frásögn af ráðstefnu í Noregi.
Frá vinstri: Svanhildur Jónsdóttir, Friðrikka Guðmundsdóttir, Hlíf Hansen og Friða Rut Baldursdóttir.
Norrænráðstefnaskuröhjúkrunarfræöinga
(NORNA) var haldin í Stafangri í Noregi
dagana 21. til 23. maí sl. Þetta var í
annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin,
sú fyrsta var í Uppsölum í Svíþjóð árið
2005. Yfirskrift ráðstefnunnar í Stafangri
var „Perioperativ kompetanse i Norden
- utvikling, erfaring og kommunikasjon".
Ráðstefnan var haldin í Stavanger Forum
sem er glæsilegt ráðstefnusvæði. Allur
aðbúnaður og skipulag var til fyrirmyndar.
Dagana áður en ráðstefnan var sett fóru
flugvallastarfsmenn í Noregi í verkfall
þannig að um tíma leit alls ekki vel út með
að þátttakendur kæmust til Stafangurs.
Ýmsir urðu að leggja á sig langt ferðalag
eftir alls kyns krókaleiðum til að ná á
réttum tíma, þar á meðal þátttakendurnir
frá íslandi.
Ráðstefnan er skipulögð sameiginlega
af stjórnum fagdeilda skurðhjúkrunar-
fræðinga á íslandi, í Noregi, Svíþjóð,
Danmörkuog Finnlandi. Fyrirlestrarnirvoru
mjög góðir og áhugaverðir. Svanhildur
Jónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur
flutti fyrirlestur tengdan meistararitgerð
sinni í mannauðsstjórnun frá HÍ og var
yfirskriftin „Human resource management
in a technical environment. Experience,
competence and communication." Fyrir-
lestrana má skoða á www.NORNA.com.
Á Norðurlöndunum eru nú um 7000
skurðhjúkrunarfræðingar þannig að
markhópurinn er stór. Það er von okkar
sem höfum tekið þátt í að skipuleggja
þessar fyrstu ráðstefnur að þær eigi eftir
að vaxa og dafna og verða vettvangur
fræðslu og samskipta.
Þátttakendum á ráðstefnunni var boðið
að heimsækja Safer utdanningssenter
(www.safer.net/welcome.htm). Þetta eru
þjálfunarbúðir þar sem líkt er eftir raun-
verulegum aðstæðum á vettvangi og
inni á stofnunum. Þarna er boðið upp á
þjálfun fyrir heilbrigðisstarfsfólk, sjúkra-
flutningamenn, hjálparsveitir og fleiri í
hermi. Þetta er mikið notað við alls konar
þjálfun og „sjúklingarnir" sýna viðbrögð
við réttri og rangri meðferð. Deildir eða
stofnanir geta pantað tíma fyrir sitt
starfsfólk til að þjálfa sig í ákveðnum
atriðum, til dæmis móttöku sjúklinga sem
lent hafa í slysi, meðferð vegna krampa
hjá ungbarni eða hjartastoppi, og fór þessi
seinni þjálfun fram í sjúkraflutningabifreið
sem þarna var.
Einn morguninn notuðum við
íslendingarnir til að heimsækja skurðdeild
Háskólasjúkrahússins í Stafangri.
Sjúkrahúsið þjónar 300.000 íbúum,
þar starfa meira en 5500 manns, þar
af rúmlega 150 á skurðdeildinni. Á
aðalskurðganginum eru 14 skurðstofur,
auk þess eru á deildinni 4 augnskurðstofur
og 13 dagdeildarskurðstofur. í tengslum
við sjúkrahúsið var stórt sjúklingahótel og
þangað fara margir aðgerðarsjúklingar
samdægurs, til dæmis eftir aðgerð vegna
fleygskurðar.
Ráðstefnur af þessu tagi eru ekki síst
mikilvægar til að efla tengsl, skiptast
á skoðunum og upplýsingum.
SkurðhjúkrunarfræðingaráNorðurlöndum
eiga margt sameiginlegt, þeir fást við
sömu hluti í starfi, menntunin er svipuð
og áherslur og markmið þau sömu.
Næsta NORNA-ráðstefnan verður
haldin á íslandi 25.-27. maí árið 2011
og er undirbúningur þegar hafinn. Mikill
hugur var í skurðhjúkrunarfræðingum á
hinum Norðurlöndunum að sækja þessa
ráðstefnu enda ísland eftirsótt land fyrir
ráðstefnur.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008