Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 28
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is ÞEGAR MEST Á REYNIR - þau vinna ötullega að ímynd hjúkrunarfræðinga 29, janúar síðastliðinn hittist hópur hjúkrunarfræðinga í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins hafði beðið þá um að taka þátt í að styrka ímynd hjúkrunarfræðinga meðal almennings og einnig innan raða hjúkrunarfræðinga. Ætlunin var að þeir myndu meðal annars styðja við vinnu samninganefndar félagsins við að undirbúa kjarabaráttu vegna samninga seinna um vorið. En verkefni þeirra reyndist fljótlega stærra og viðameira en svo. ímyndarverkefni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var formlega sett á laggirnar 15. janúar síðastliðinn. Verkefnið er svar félagsins við hvatningu félagsmanna um að beita sér fyrir átaki varðandi ímynd stéttarinnar. Slíkar ábendingar komu fram í hópviðtölum sem félagið stóð fyrir haustið 2007 og sem fjöldi félagsmanna tók þátt í. Verkefnið hefur fengið heitið „Þegar mest á reynir". Því er ekki eingöngu beint til hjúkrunarfræðinga heldur einnig til almennings. Það er viðamikið, um margt flókið og er ætlað að draga fram skýrari mynd af starfi hjúkrunarfræðinga og hjúkrun sem fagi. Valinn hópur félagsmanna myndar verkefnishóp sem hefur með höndum hugmynda- og þróunarvinnu verkefnisins. Hópurinn er bakland verkefnisstjórans og færir verkefnið áfram. Jón Aðalbjörn Jónsson, hjúkrunarfræð- ingur á skrifstofu FÍH, er verkefnisstjóri. Ásamt honum er í verkefnishópnum Aðal- björg Finnbogadóttir, Bríet Birgisdóttir, Christer Magnusson, Guðný Helga- dóttir, Hrund Helgadóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir og Soffía Eiríksdóttir. Bryndís Nielsen frá almannatengslafyrirtækinu Athygli og Kolbeinn Marteinsson frá auglýsingastofunni Skaparinn taka einnig þátt í verkefninu. Athygli og Skaparinn hafa gefið ráð og sinnt útgáfumálum sem verkefninu fylgja. Christer Magnusson var fenginn til að ritstýra sérútgáfu Rapportsins á prenti og „Þegar mest á reynir- hjúkrunarfræðingar á íslandi" sem kom sem fylgiblað með Morgunblaðinu um miðjan maí. Þar var fjallað um hjúkrun í sem víðastri mynd og almenningi var gefin innsýn í það öfluga starf sem hjúkrunarfræðingar inna af hendi. Jón Aðalbjörn Jónsson segir afrakstur verkefnisins fjölþættan. Meðal annars hafi birst auglýsingar í dagblöðum, Ijósvakamiðlum, í strætisvagnaskýlum og á bílum hjúkrunarfræðinga. „Svo tók fjöldi hjúkrunarfræðinga höndum saman um að skrifa greinar um jákvæðar hliðar starfsins sem við komum á framfæri við fjölmiðla. Þessi þátttaka félagsmanna í 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.