Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 37
þjóðrækni" með þeirri samvinnu og hafði gert „íslandi sóma með fram- komu sinni við stéttarsystur sínar í öðrum löndum." Skjall Ingibjargar var öðrum þræði byggt á ótta um viðtökur landsmanna við hjúkrunarkonum sem fylgdu hernámsliðinu. Hún sagði: Ég hef heyrt, að nokkrar breskar hjúkrunarkonur munu koma bráðum til íslands, þær eru ef til vill þegar komnar. Ég hef sagt vinum mínum hér á landi, sem hafa minnst á þetta við mig, að ég væri alveg viss um að ísl. hjúkrunarkonur myndu taka mjög vel á móti þeim og sýna þeim vinsemd og hjálpsemi. Ég vona, að þér takið þær undir verndarvæng yðar og leiðbeinið þeim, svo þær fái réttann skilning á íslensku þjóðinni og beri henni gott orð, þegar þær fara heim aftur (FÍH B/4 2. Bréf Ingibjargar Ólafsson, dags. 26. febrúar 1941). Formleg samskipti Félags íslenskra hjúkrunarkvenna við stéttarsystur úr hernámsliðinu voru engin á stríðsárunum. Öll samskipti við erlendar hjúkrunarkonur og félög þeirra lágu reyndar niðri á þessum árum. Sigríður Eiríksdóttir rakti tvö helstu markmið norrænu systurfélaganna árið 1939 og sagði: í fyrsta lagi, að sjá hjúkrunarkonunum fyrir þeim undirbúningi undirstarfið, sem tryggi sjúkiingum þeirra þá bestu hjúkrun og aðhlynningu, sem völ er á, og gefa þeim í því skyni tækifæri til þess að kynnast starfsháttum annarra þjóða í sjúkrahjúkrun og heilsuvernd. Fyrir þær hjúkrunarkonur, sem starfa á afskekktum stöðum og hættast er við kyrrstöðu, er það mikils virði, að geta leitað til stéttarfélags síns um aðstoð til að kynnast starfsaðferðum í þeim löndum, sem hafa aðstöðu til þess að fylgjast með hinum hröðu framförum nútímans. í öðru lagi eru það endurbætur á kjörum hjúkrunarkvennana, starfstíma þeirra, híbýlamálum og kaupgjaldi (Sigríður Eiríksdóttir, 1939). Náin samvinna þjónaði þessum markmiðum og var raunar mikilvægur grundvöllur þeirra. Stuðningur norrænna stéttarsystra var dýrmætt veganesti á fyrstu baráttuárum Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Samanburður á kjörum veitti forystunni ákveðið aðhald og kveikti hugmyndir um verðug verkefni. Samstarf frændþjóðanna á Norðurlöndum greiddi götu hjúkrunarkvenna sem vildu afla sér starfsreynslu erlendis. Islendingar nutu jafnframtkraftanorrænnahjúkrunarkvenna sem bættu iðulega úr tilfinnanlegum skorti. Styrkir frá samvinnunni gerðu auk þess fjölmörgum hjúkrunarkonum kleift að sækja framhaldsnám og studdi þannig framþróun hjúkrunar á íslandi. Heimildir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skjalasafn. (FÍH) B/2 1: B/2 2; B/3; B/4 2; Bréfasafn. Margrét Guðmundsdóttir. Handrit. Saga hjúkrunar á (slandi. Morgunblaðið 16. júní 1994 [María Pétursdóttir. Aldarminning tveggja mætra forystukvennaj. Sigríður Eiríksdóttir (1939). Norræna hjúkrunarkvennamótið 1939 Hjúkrunarkvennablaðið 15(2), bls. 1-3. stéttarfélaga en áður var. Það að færa launasetninguna nær starfsvettvangi á að leiða til þess að launamenn verði meðvitaðri um samsetningu launa sinna og taki meginábyrgðina á eigin launum. Það tel ég vera mjög jákvæða þróun. Altæk umsjón stéttarfélaga á að vera á undanhaldi. Þó stéttarfélögin muni eftir sem áður sjá um miðlæga samningagerð, um launaramma og róttindi, þá verða þau líklega meira í hlutverki stuðningsaðila, upplýsingagjafa og baklands í samningum einstakra félagsmanna. Þessar breyttu áherslur eru þegar farnar að koma í Ijós. Félagsmenn í FÍH leita í æ meira mæli til félagsins með það sem kalla mætti einstaklingsmál, eins og framgang í starfi, gerð starfslokasamninga, mál er tengjast vinnuumhverfi, samskiptamál, eineltismál og því um líkt. f nýgerðu samkomulagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið voru gerðar tvær meginbreytingar sem fela í sér ákveðna framtfðarsýn. Hin fyrri var að hækka dagvinnulaunin verulega en lækka yfirvinnuprósentuna. Þessi aðgerð er í takt við þær áherslur að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga eigi að nægja til framfærslu og að nauðsynlegt sé að minnka vægi yfirvinnu í heildarlaunum, en um 20% heildarlauna hjúkrunarfræðinga eru nú vegna yfirvinnu. Bestu starfsskilyrði hjúkrunarfræðinga eru að aukavaktir heyri til undantekninga, að hver og einn geti skipulagt sína vinnu og sinn frítíma án stöðugs áreitis og bæna um aukavaktir. Stöðugleiki í mönnun hjúkrunarfræðinga auðveldar líka stjórnendum að skipuleggja starfsemina og síðast en ekki síst eykur hann gæði þjónustunnar. Hin breytingin er í anda þess að í miðlægum kjarasamningi eigi fyrst og fremst að vera ákvæði sem skapa ramma og gilda fyrir alla þá er taka laun samkvæmt samningnum. í miðlægum kjarasamningi á hvorki að taka á vanda einstakra stofnana eða deilda, né að taka einstaka hópa félagsmanna út úr og veita þeim meiri réttindi en öðrum. Geðdeildarfríið, 55 ára reglan og greiðslur fyrir breyttar vaktir eru allt dæmi um ákvæði sem eru sértæk og á að taka á í stofnanasamningum eða í samningi starfsmanns við sinn yfirmann. í miðlægum kjarasamningi á að mínu mati að leggja áherslu á að fá sem mestan ávinning fyrir heildina. Það verður hér eftir sem hingað til hlutverk stéttarfélaga að semja um grundvallarreglurnar, fylgja því eftir að eftir þeim sé farið, veita félagsmönnum upplýsingar um gildandi reglur og aðstoða þá í málum þar sem vafi leikur á að umsamdar leikreglur hafi verið virtar. Ég tel hins vegar að ýmis aðstoð við einstaka félagsmenn verði á næstu árum vaxandi þáttur í starfi stéttarfélaga, í þessu breytta kjaraumhverfi og breytta réttindaumhverfi. Launaákvörðun mun líklega enn frekar en nú er fara fram í samtali launamanns og yfirmanns þar sem farið er yfir starfið, innihald þess og kröfur til starfsmannsins sem gegnir því. Þannig verður frammistaða þess sem gegnir starfinu líklega veigameiri í matinu í framtíðinni heldur en heiti starfsins sem viðkomandi gegnir eða staða starfsins í skipuriti. Stéttarfélagið leggur þá áherslu á hlut einstaklingsins í ákvarðanatökunni og að styrkja hann í að sækja sér réttmæt launakjör. Stéttarfélagið verður þá fyrst og síðast bakland. Hlutverk stéttarfélagsins mun færast frá ákvörðun til aðstoðar. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 35

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.