Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 10

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 10
talið upp það, sem telst til skattskyldra tekna og tekjuhugtakið þannig afmarkað á jákvæðan hátt. í 10. gr. er talið það upp, sem ekki telst tekjur og tekjuhug- takið þannig afmarkað á neikvæðan hátt. í 11. grein er svo að finna frádrætt- ina frá hinum afmörkuð skattskyldu tekj- um. Ákvæði e. liðs 10. greinar um sölu- ágóða er þannig í flokki þeirra ákvæða, sem orðuð eru á neikvæðan hátt. E. liður 8. greinar er hins vegar tekinn upp eftir norskum ákvæðum, sem eru orðuð á já- kvæðan hátt. Það hefur þótt galli á íslenzkum skatta- lagaákvæðum, sem og á erlendum á- kvæðum, að þau séu ekki uppbyggð eft- ir nógu föstum og skýrum línum. í áliti dönsku skattalaganefndarinnar frá 1948 er þetta vandamál orðað á jrann veg, að samspil reglnanna innbyrðis sé oft annmörkum háð, vegna viss óöryggis um framsetningu grundvallarreglnanna, en það hafi í för með sér samsvarandi óör- yggi með tilliti til innra samkvæmis á- kvæðanna yfirleitt.* Þetta vandamál er mjög raunhæft varðandi íslenzku lagaákvæðin um sölu- ágóða, og þegar hinn dansk-norski upp- runi þeirra er hafður í huga, ætti það að stuðla að frekari skilningi á vanda- málinu. Það, sem ég hef í huga í þessu sambandi, er sú spurning, hvort hægt sé að slá því föstu sem grundvallarreglu ís- *Betænking om beskatning af indkomst og formue. Kbh. 1948, mot. bls. 59. lenzkra tekjuskattslaga, að ágóði af sölu eigna — sem ekki eru seldar í atvinnu- skyni — falli utan tekjuhugtaksins, sbr. a. lið 10. greinar, og ef svo sé, hver sé þá afstaða ákvæða e. liðs 8. greinar (síð- ar E. liðs 7. gr.) til slíkrar grundvallar- reglu. Slíkar vangaveltur hafa ekki ein- ungis sögulegt gildi, heldur geta þær skipt máli til skýringar ákvæðanna til fram- búðar, sbr. t.d. úrskurður ríkisskatta- nefndar nr. 646/1974, sem síðar verður vikið að, sbr. bls. 28 hér á eftir. Eg mun því víkja nánar að hinum norsku og dönsku fyrirmyndum, til þess að lýsa, hvaða reglur voru álitnar gilda um þetta atriði í norskum og dönskum skattarétti, sem aftur gæti veitt leiðbein- ingu varðandi skýringu á íslenzku ákvæð- unum. 2.2.1. Noregur Enda þótt það kæmi hvergi fram sem almenn regla í norsku tekjuskatt- lögunum, að hin óselda verðhækkun eigna (urealiseret værdistigning), ein sér, teldist ekki til tekna, var sú regla samt ótvírætt talin gilda í norskum rétti. f lögunum var heldur ekki að finna neina almenna reglu, um að hin selda verðhækkun (realiseret værdistigning), þ.e.a.s. sá ágóði er fram kom við sölu, teldist ekki til tekna. En með gagnálykt- un frá jákvæðum ákvæðum laganna, sem í vissum tilfellum mæltu fyrir um skatt- skyldu slíks ágóða, var ályktað að al- menna reglan v'æri sú, að hin selda verð- mætisaukning teldist annars ekki til 8

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.