Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 15

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 15
3.3.2. Árið 1954 Arið 1954 urðu verulegar breytingar á þessum ákvæðum. Með 5. gr. 1. nr. 41 / 1954 er nýrri málsgrein bætt við e. lið 7. greinar, sem verður 2. mgr. e. liðs 7. gr. Hér var um að ræða undantekningu frá skattskyldu söluhagnaðar fasteignar, sem verið hafði skemur en 5 ár í eigu skatt- þegns, ef hann keypti aðra fasteign inn- an árs eða byggði hús, áður en 2 ár (með 1. nr. 40/1959 breytt í 3 ár) voru liðin frá söludegi, ef hin keypta fasteign eða hið nvreista hús var að fasteignamati jafnhátt eða hærra hinu selda, en ef það var lægra að fasteignamati, skyldi sölu- ágóðinn skattlagður hlutfallslega. Und- antekningin gilti ekki, ef salan var liður í atvinnurekstri skattþegns, eða var gróða- skynssala. Hér gat því gróðaskynsreglan skipt máli um sölu innan 5 ára. Astæður þessarar undantekningar frá 5 ára reglunni voru þær, að sú regla þótti hafa komið illa og ósanngjarnlega við skattþegna, t.d. þá sem þurftu að selja íbúð innan 5 ára, en keyptu aðra x stað- inn til eigin nota, eða t.d. bónda, sem átt hafði jörð skemur en 5 ár, en var nauðsynlegt að selja jörð sína og flytja búferlum og kaupa aðra jörð í staðinn.* f þessu sambandi ber að geta þess, að vísitala byggingarkostnaðar var árið 1939 100 stig, árið, 1945 357 stig, árið 1950 527 stig og árið 1955 904 stig. Skattlagning á verðhækkunarágóða, sem fram kom við sölu fasteigna, gerði það því ókleyft eða erfitt að hafa skipti á fast- eignum. *Alþingistíðindi 1953 B, bls. 1032 Aðrar breytingar voru ekki gerðar á e. lið 7. greinar fyrr en með núgildandi tekjuskattslögum nr. 68/1971. Svo sem áður greinir hefur A. liður 10. gr. sömu laga verið óbreyttur í lögum síðan 1921. 4. LAGAÁKVÆÐI UM SÖLUÁGÓÐA FASTEIGNA EFTIR 1971 4.1. Aðdragandi laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt Núgildandi tekjuskattslög nr. 68/1971 höfðu í för með sér verulegar breytingar á reglunum um meðferð á sölu- ágóða eigna. Mikill hluti þessara breytinga stóð í sambandi við söluhagnað af sölu á fyrnanlegum eignum, sem fell- ur utan þessarar greinar að fjalla um. Þess ber þó að geta, að heimilt er og hef- ur verið samkvæmt íslenzkum skatta- lögum að fyrna íbúðarhúsnæði, sbr. nú E. lið 15. gr. tekjuskattslaganna. Fyrn- ingin er miðuð við fasteignamatsverð og verður ekki skattlögð við sölu, sbr. 6. mgr. E. liðs 7. gr. tskl. í Danmörku hafa regl- urnar hins vegar verið þær, að óheimilt er að fyrna íbúðarhúsnæði. Hér verður einungis fjallað um söluágóða af ófyrn- anlegum fasteignum og íbúðarhúsnæði. Rétt er að vikja nokkuð að aðdrag- andanum að þessum breytingum. Hinn 25. maí 1969 skipaði fjármálaráðherra nefnd til þess að fjalla um skattlagningu fyrirtækja í tengslum við aðild íslands að EFTA (Embættismannanefndin). Nefnd- in skilaði áliti um það mál í marz 1970. Hinn 14. maí 1970 fól fjármálaráðherra 13

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.