Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 17

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 17
undanþágunnar frá skattlagningu, ef keypt er eða byggt innan ákveðins tíma. Aftur á móti var gróðaskynsreglan af- numin og er það athyglisvert, að ekkert er minnst á það atriði, hvorki í skyrslu embættismannanefndarinnar eða í at- hugasemdum við frumvarpið. 4.2. Reglumar samkvœmt lögum nr. 68j 1971 og viðbótarlögum nr. 7/ 1972 Aðalákvæði tekjuskattslaga um sölu- hagnað fasteigna hljóða nú svo: 3. málsgrein E. liðs 7. greinar: „A- góði af sölu fasteigna, þar með talin sala náttúruauðæfa og keypts réttar til nýt- ingar þeirra, telst að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári, hafi skattþegn átt hina seldu eign skemur en þrjú ár. Hafi skattþegn átt hina seldu eign í full þrjú ár, en skemur en fjögur ár, skulu aðeins þrir fjórðu hlutar ágóðans teljast til skattskyldra tekna, en hafi hann átt eign- ina í full fjögur ár, en skemur en fimm ár skal aðeins helmingur ágóðans teljast til skattskyldra tekna, en hafi hann átt eignina full fimm ár, en skemur en sex ár, skal aðeins fjórðungur ágóðans teljast til skattskvldra tekna. Hafi skattþegn átt eignina full sex ár eða lengur, telst á- góðinn ekki til skattskyldra tekna. Þó skal ágóði af sölu íbúðarhúsnæðis, sem fvrnt hefur verið samkvæmt E-lið 15. gr., eigi teljast til skattskyldra tekna, hafi skatt- þegn átt íbúðarhúsnæðið íbúðarhæft í þrjú ár eða lengur.“ E. liður 15. greinar tskl. hefur ekki að geyma skilgreiningu á hugtakinu íbúðar- húsnæði. 4. málsgrein E. liðs 7. greinar: „Selji skattþegn íbúðarhúsnæði, sem verið hef- ur íbúðarhæft í eigu hans skemur en þrjú ár, en kaupi annað íbúðarhúsnæði innan árs eða bvggi hús til íbúðar, áður en þrjú ár eru liðin frá söludegi, skal ágóði af sölunni ekki talinn til skattskyldra tekna, ef hið keypta íbúðarhúsnæði eða nvreista hús er að rúmmáli jafnstórt eða stærra en hið selda. Ef það er minna að rúmmáli, skal ágóði af sölunni teljast hlutfallslega til skattskyldra tekna. Við kaup og sölu skulu tímamörk miðuð við dagsetningu kaupsamnings, en við nýbyggingu, að húsið sé ibúðarhæft. Ákvæði þessi raska ekki fyrirmælum laganna um skattskyldu, þegar eigin vinna, sem ekki hefur verið skattlögð, fæst greidd í söluverði íbúðar- húsnæðis.“ Tillögur frumvarpsins tóku þannig verulegum brevtingum í meðförum þingsins. Reglan um að fjórðungur sölu- áfróða skyldi alltaf skattskyldur var felld niður. Skattlagning söluágóða fasteigna, annarra en íbúðarhúsnæðis, fer minnk- andi eftir eignarhaldstíma og fellur nið- ur eftir 6 ár. Hinar upprunalegu reglur um flokkun íbúðarhúsnæðis í húsnæði til eigin nota og útleiguhúsnæði, sem lýst er í 4.1. hér að framan, voru samþykktar með litlum breytingum, en komu hins vegar aldrei til framkvæmda, vegna þess að þeim var breytt með lögum nr. 7 / 1972, sbr. 4. mgr. E. liðs 7. greinar. Með síðastgreindum lögum var aftur tekin upp undanþága frá skattlagningu söluágóða, ef keypt er eða byggt innan ákveðins tíma frá sölu. Undantekningin er þó þrengri en hún var samkvæmt lög- 15

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.