Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 19

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Síða 19
stólarnir þurfi þar að auki að taka af- stöðu til huglægrar afstöðu skattþegns. Þegar um er að ræða sölu í gróða- skyni verða dómstólarnir aftur á móti alltaf að taka sérstaka afstöðu til hinn- ar huglægu afstöðu skattþegnsins. Skatt- þegnar sem eru atvinnurekendur, eru að þessu leyti ver settir réttarfarslega, þar eð sönnunarbyrðin um, að ákveðin sala falli utan atvinnu þeirra, hvílir í raun á þeim.* Mörkin milli gróðaskynstilfella og atvinnurekstrartilfella geta þó oft ver- ið óljós og algengt er, bæði í danskri og íslenzkri framkvæmd, að krafa skatt- yfirvalda sé byggð á báðum þessum sjón- armiðum. Svo sem áður er lýst, hefur söluágóði fasteigna í þremur tilfellum verið skatt- skyldur samkvæmt íslenzkum tekjuskatts- lögum. í fyrsta lagi þegar salan féll und- ir atvinnurekstur skattþegns, í öðru lagi ef ætla mátti, að skattþegninn hefði keypt eignina í því skyni að selja hana aftur með hagnaði, og í þriðja lagi, ef um var að ræða sölu fasteignar, sem verið hafði skemur en 5 ár í eigu skattþegns, sbr. þó undanþáguna. Gróðaskynsreglan er, eins og áður greinir, fallin úr gildi, en atvinnurekstr- arreglan og ára-reglan eru enn í fullu gildi; sú síðarnefnda þó með nokkrum breytingum. Að ágóði hefur verið talinn skattskyldur samkvæmt einhverri af þess- um þremur reglum, hefur skattalega leitt til sömu niðurstöðu, að öðru leyti en því, að tap af sölu í atvinnurekstri hefur mátt *Sbr. R. Koch-Nielsen: Skattepolitisk oversigt (SPO) 1964, bls. 269. draga frá tekjum yfirleitt, en tap af gróðaskynssölu éða sölu samkvæmt ára- reglunni má aðeins draga frá hagnaði af samskonar sölu á sama ári. Reglunni í a-lið 10. gr. íslenzku tekju- skattslaganna — um ágóða af sölu fast- eigna, sem fellur undir atvinnurekstur skattþegns — er og hefur verið ætlað að ná fyrst og fremst til þeirra skattþegna, sem hafa atvinnu af því að kaupa fast- eignir fyrir eiginn reikning og selja þær aftur. En atvinnurekstrarreglan getur einnig átt við um byggingariðnaðarmenn, sem kaupa og byggja fasteignir, sem þeir síðan afhenda. Atvinnurekstrarreglan er mjög svipuð að efni til og sú danska, þótt framkvæmdin í Danmörku og á íslandi hafi verið nokkuð ólík. Byggingariðnað- armenn yru yfirleitt skattaðir af þeim hagnaði, sem þeir hljóta af byggingu og sölu fasteigna. Það virðist því almennt sanngjarnt, að þeir geti byggt eða keypt hús til eigin nota og selt það síðan með hagnaði, án þess að sá hagnaður sé skatt- lagður, ef lagaskilyrðum er að öðru leyti fullnægt. Vandamálið er hins vegar að gera sér grein fyrir því, hvort viðkomandi fasteign er byggð sem þáttur í atvinnu aðila eða til eigin nota. Þegar ég tala um atvinnurekstrarregl- una í þessari grein, á ég fyrst og fremst við þau takmarkatilfelli, sem upp koma, en ekki þá óumdeildu reglu, að menn eru skyldugir til þess að greiða skatt af at- vinnutekjum sínum. Ekki er ólíklegt að mikið reyni á þessa reglu í framtíðinni eftir að gróðaskynsreglan var felld úr lögum. Ég mun hér á eftir, í 5.2. rekja ýmsa Í7

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.