Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 50
afskrifað út frá hinu þekkta virði nýs
fjármunar af sömu eða nokkurn veginn
sömu gerð. í öðrum tilfellum er um að
ræða mjög sérhæfð tæki; sem eiga fáa
eða enga sinn lika; eru e.t.v. algjörlega
staðbundin; og framleiðslu sams konar
tækja e.t.v. hætt vegna uppgötvunar
„fullkomnari“ tækja til sömu nota. Ef
hætt er að framleiða tæki af því tagi,
sem meta þarf til gangverðs (!), mæla
þeir Edwards og Bell með því að stuðzt
sé við vísitölu framleiðslukostnaðar á-
þekkra tækja, enda munu vísitölur af því
tagi vera á boðstólum í ríkum mæli í há-
þróuðum iðnaðarríkjum.
En ekki eru allir á eitt sáttir um, að
svona aðferðir gefi þá matstölu, sem eft-
ir skyldi sótzt. Þrátt fyrir megna óá-
nægju með kaupverðsregluna (eða regl-
una um tekjur sem innleystar tekjur) og
þrátt fyrir allsterkan vilja til þess að
fórna nokkru í sannreynanleika (verifia-
bility) fyrir upplýsingar, sem væru betur
viðeigandi (relevant), hafa endurbætur
dregizt á langinn einmitt fyrir það, að
ekki hefur tekist samkomulag um, hvern-
ig skyldi staðið að gangverðsmati fasta-
fjármuna. Og áður en skilið er við þá
Edwards og Bell, er rétt að taka fram,
að þeir ætluðust ekki til, að horfið yrði
frá því að semja reikningsskil eftir hefð-
bundnum reglum, heldur skyldi gang-
verðsreikningsskilum teflt fram þeim til
fyllingar.*
*Philip W. Bell: On Current Replacement
Costs and Business Income, í Asset Valu-
ation, ritstj.: R.R. Sterling, Scholars Book
Co., Lawrence, Kansas, 1971.
Tillögur Sandilands-nejndarinnar
Nú nýlega hefur það gerzt í Bretlandi,
eftir útkomu álits nefndar undir forystu
Francis E. P. Sandilands,* að viðtækt
samkomulag hefur náðst þar í landi um
heilsteyptar endurbætur í þá átt, sem
þeir Edwards og Bell höfðu bent. Hér
skal reynt i örstuttu máli að gera nokkra
grein fyrir meginefni þessara tillagna að
því leyti sem þær vikja frá eða nákvæma
hugmyndir þeirra Edwards og Bell.
Við virðingu fjármuna til eignar er
mælt með þvi, er þýða má með notavirði,
„value to the business11. Þetta virðishug-
tak, sem rakið er til J. C. Bonbright,**
er skýrgreint sem sú fjárhæð, sem eigandi
(fvrirtæki) færi á mis við, ef hann yrði
sviptur fjármuninum, vitandi það þó
með hæfilegum fyrirvara, nægilegum til
þess að gerðar yrðu ráðstafanir til að
bæta skaðann.
Virðum nú nánar fyrir okkur, hvernig
þetta virði verði fengið. Við mat einstakra
fjármuna, annarra en peninga og krafna,
sem hljóða á ákveðna fjárhæð, koma til
greina þrir meginhættir um virðingu:
(1) Verð við innkaup nú, endurkaups-
verð (EKV).
Þetta er sá virðisgrundvöllur, sem þeir
Edwards og Bell settu allt sitt traust á.
(2) Idreint söluvirði (HSV), þ.e.a.s.
söluverð að frádregnum þeim kostn-
*Inflation Accounting, Report of the In-
flation Accounting Committee, Her Maje-
sty’s Stationery Office, September 1975.
**J. C. Bonbright: The valuation of Pro-
perty, McGraw—Hill, 1937.
48