Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 39

Ráðunautafundur - 12.02.1978, Page 39
133 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1978 HROSSARÆKT OG ARÐSEMJ Þorkell Bjarnason Búnaöarfélagi Islands Fyrir mér vakir að fjalla um arösemi hrossaræktar hér á landi í þessu erindi. Stefna Búnaðarfélags íslands frá upphafi hefur verið miðuð við reiðhestarækt og vinnuhesta en önnur arðsemi verið utan markmiða. Hitt er staðreynd, að ekki er hægð að gera upp afrakstur hrossaeignar hjá bændum, án þess að taka með í dæmiö afurðir á blóðvelli. Það hefur um langt árabil verið tekjustofn margra bænda og viöurkennt að hross til frálags hjálpuðu ýmsum bændum er fjárpestir herjuðu á sauðfjárbú þeirra. Þá hafa frálagshross, bæði fyrr og síöar verið nokkur tekjuliður þeirra bænda, sem best og rýmst hafa beitarlönd, svo sem á Norðvesturlandi, Borgarfjarðarhéraði og í nokkrum 'sveitum Suðurlands. Ég vil taka fram, að ég fylgi stefnunni um reiðhestarækt, sem aðalstefnu, hitt þarf svo ekki að tákna neina stefnubreytingu, þótt önnur hlið, sem er staðreynd, sé rædd og reynt sé á réttan hátt að finna út arðsemi hrossa í landinu, skoðað ofan í kjölinn. Verður nú reynt að fá svar viö þeim spurningum 1. Hvaða arði skilar vetrarfóðrað hross, þ.e. hver er framleiðnin og 2. Hvað gefur hver hryssa af sér í kiöti? Við reiðhestarækt fellur að sjálfsögðu til kjöt, án þess að um skipulagða kjötframleiðslu sé að ræða og fleiri atriði koma til greina, sem tekjuliðir í hrossarækt, eins og nýting á kaplamjólk og þvagi fylfullra hryssna o.fl. Áriö 1980 eða fyrr, áætlar RALA að hefja beitartilraun- ir á hrossum í Sölvholti, sem ættu að geta upplýst þarfir hrossa á beitarlandi, hve mikið þau taka upp sér til viðhalds
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.