Ráðunautafundur - 12.02.1978, Qupperneq 90
184
Ef ég ætti að gera grein fyrir því hvað kostar að ala
hest upp til fimm vetra aldurs, temja og gera söluhæfan, kemst
ég í nokkurn vanda. Dæmið er erfitt sökum þess að allar grunn-
tölur eru óljósar og á reiki, margir endar lausir og erfitt
að fóta sig á glerhálu svelli verðbólunnar. Með þvx að ein-
falda dæmið, svo sem nokkur kostur er, gæti það litið út
eitthvað á þessa leið:
Haustfolald tel ég að kosti mig kr. 26.000.-, þá reikna
ég með 80% frjósemi hjá hryssunum, en svo er hún í raun.
Fóður, hagaganga, ormalyf o.fl. pr. ár, kr. 20.000.-
Fjögurra vetra kostar folinn 106 þúsund krónur. A fimmta
vetri er folinn taminn í fimm mánuði. Ef reiknað er með að
fóður og tamning kosti kr. 30.000.- á mánuði verða það
150.000.- krónur alls og nú kostar hesturinn 256.000.- krónur,
fimm vetra gamall og tilbúinn til sölu.
Ég get mér þess til, að sumum þyki þetta ekki trúverð-
ugar tölur en hyggjum nánar að.
Nærri lætur að heygjöf á hvert hross sé átta til tíu
hestburðir að jafnaði yfir veturinn. Þetta er nokkru meira
en gerist £ lágsveitunum, en þar er betrabeit mun betri en í
Kirkjubæ. Fyrir tveimur árum síðan sagði Klemenz Kristjánsson,
sá merki maður, að framleiðslukostnaður heys væri rúmar
tuttugu krónur- á kg. Ljóst er að fóðurkostnaðurinn er ekki
ofreiknaður.
Að sjálfsögðu orkar tvímælis hvernig reikna beri tamn-
ingarkostnaðinn þegar tamningin fer fram heima á búinu, en
hér er tekið mið af lægsta gjaldi á tamningarstöð, sem mér
er kunnugt um. Þá er eftir sá þátturinn, sem erfiðast er að
ákvarða, en það er hversu langur þarf tamningatíminn að vera
svo að hrossið sé söluhæft. Þetta er mjög einstaklingsbundið,
en telja verður fimm mánuði algjört lágmark, ef ætlast er til
að hrossið standi fyrir sæmilegur verði. Fulltaminn er enginn
hestur fyrr en eftir þriggja ára meðhöndlun og brukun.
Þegar folöld eru seld frá búinu, eru þau seld á tiltölu-
lega háu verði miðað við framleiðslukostnað, vegna mikillar
ásóknar í þau, en óvilja míns að selja ungviði óreynt. Tamin