Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 30
20
Hagkvæmni hafbeitar ræöst af verði á gönguseióum,
endurheimtum á laxi og markaðsverói á sláturlaxi. Ef tekið
er mió af verðlagi á gönguseiöum og laxi t.d. á síóasta ári
kemur í ljós, aö endurheimtur verða að skila u.þ.b. 150 kg
af laxi fyrir hver 1000 gönguseiói sem sleppt er til að
standa undir seióakostnaöi við hafbeitina. Þetta samsvarar
u.þ.b. 5-6% endurheimtur, en endurheimtur hafbeitarstöðva
undanfarin ár hafa legið á bilinu 5-10%. Það er því ekki
raunhæft aó stunda hafbeit nema að sami aðili hafi einnig
gönguseiðaframleiðsluna með höndum og reikni seióin á
kostnaðarverói í hafbeitina.
3. LAGASKYLDUR FISKELDISSTÖÐVA.
Fiskeldismál heyra undir landbúnaóarráöuneyti og
Veiðimálastofnun skv. lögum frá 1970 um lax- og
silungsveiði. Samkvæmt þeim eru lagóar ákveönar skyldur á
þá, sem ætla aö stunda fiskeldi, og kveóió á um eftirlits-
skyldu veiöimálastjóra með eldisstöóvum. Sá sem ætlar aö
hefja fiskeldi verður í upphafi að gera veiðimálastjóra
grein fyrir fyrirhugaðum framkvæmdum, leggja fram teikningar
af fyrirhuguðum mannvirkjum og sýna skilríki sem staðfesta
rétt til vatnsafnota. Veiðimálastjóri gefur síóan út viður-
kenningu á eldistöóinni, ef öllum skilyróum hefur verið
fullnægt, og veitir m.a. undanþágur frá ákveðnum greinum
laxveiðilaganna, sem löglega reknar stöðvar verða að fá.
Ákvæði i lögum um náttúruvernd frá árinu 1971 ná til
fiskeldisstöðva, og verður umsögn Náttúruverndarráðs um
fyrirhugaðar framkvæmdir að liggja fyrir áður en hafist er
handa um byggingu stööva. Hlutverk ráðsins er m.a. að meta
áhrif fiskeldis á náttúru landsins t.d. mengunarhættu,
skaðleg áhrif á lífríki, spillingu á landi og fl.. Umsögn
náttúruverndarráös veróur að liggja fyrir áður en veiðimála-
stjóri viðurkennir eldisstöðina.
Hollustuvernd rikisins er lögum samkvæmt umsagnaraóili
um fiskeldi. Þann 1. janúar 1986 tók gildi ný reglugerö um
atvinnurekstur sem getur haft i för meó sér mengun, og þar