Ráðunautafundur - 15.02.1986, Page 37
27
mikils sjávarfallamunar. Ekki er víst að slik hafbeitarstöð
væri á færi einstakra bænda. Heldur væri hér fremur
verkefni fyrir samtök bænda sem gæti veitt atvinnu i
byggöarlaginu.
6. Sjávarveiói á laxi
Sem kunnugt er hefur sjávarveiði á laxi verið bönnuð
hér á landi i nærfellt 55 ár. Þetta er ein meginforsenda
þess að hægt er aö stunda hafbeitarrekstur hér á landi og er
þetta eina dæmið i Noröur-Atlandshafi. Flestar aðrar þjóðir
búa við óhóflega sjávarveiði á laxi, bæði löglega og
ólöglega. Eina laxveiðin i sjó hér á landi er i lögnum við
ósa nokkurra laxveiðiáa þar sem slikt hafði talist til
hlunninda og var orðin hefó um 1930. Slikar lagnir eru
örfáar en gætu o.rðið vandamál i tengslum við
hafbeitarrekstur á sumum vatnasvæðum. Einnig má benda á að
silungslagnir eru leyfðar á nokkrum stöðum og þær veiða
vafalitið einhvern lax.
7. Fjarlægð milli hafbeitarstöðva
Nokkur reynsla hefur fengist varóandi æskilega
fjarlægó milli hafbeitarstöóva á undarförnum árum. Byggir
hún að mestu á sleppingum sem framkvæmdar hafa verið með
seiði úr Kollafjarðarstöðinni i stöðinni sjálfri, Lárósi og
Vogum á Vatnsleysuströnd. Komið hefur i Ijós, að seiði, .
alin i Kollafirði en sleppt i Vogum, villast aó óverulegu
leyti i Kollafjörö. Þó er vegalengdin milli stöðvana aðeins
40 km og seiðin á báðum stöóum eru samstofna. Hinsvegar
viröast laxaseióin, sem sleppt er i Vogum, skila sér
verulega til Pólarlax i Straumsvik, sem er i um 25 km
fjarlægó. Þetta má trúlega að hluta rekja til þess, að
báðar stöóvar nota grunnvatn undan Reykjanesskaga til
aódráttar fyrir laxinn. Efnafræði vatnsins er keimlik á
báðum stöðum. Rannsóknir frá árinu 1975 sýndu, aó ratvisi
seiða sem alin voru i Kollafirði en