Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 40
-3 0-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1986
KVÍAELDI
Þórólfur Antonsson
Ölunn hf., Dalvík
Eldisform innan kviaeldis
Þegar islendingar ætluðu að hasla sér völl á sviði fisk-
eldis stóðu þeir frammi fyrir þvi að þeir gátu ekki tekið beint
upp þær aðferðir sem best höfðu reynst hjá Norðmönnum, Skotum,
eða öðrum þeim sem lengra voru komnir. Því voru reynd fleiri
eldisform.
Sjókviar, er hið hefðbundna þó hefðin sé ekki löng, en þá
eru gönguseiði tekin úr seiðaeldisstöðvum og sett i fljótandi
netgirðingar. Fiskurinn er siðan alinn þar i u.þ.b. 3 ár eða
þar til sláturstærð næst. Hérlendis urðu menn smevkir við að sjó-
kviaeldi gengi ekki vegna óbliðrar veðráttu, fárra skjólgóðra
staóa við strendur landsins og sjávarkulda. Strandkviar er það
kallað þegar sjó er dælt i ker uppi á landi ýmist úr borholu eða
beint úr sjó. Þetta gefur möguleika á þvi að nota heitt vatn
til að halda kjörhitastigi á fiskinum allan eldisferilinn, sem
aftur styttir eldistimann. Skipt eldi, er sambland af þessu
tvennu, sem á undan er getið. Þá eru gönguseiðin fyrst sett i
strandkviar og alin þar i eitt ár og sióan sett i sjókviar og
sigtað á það að sjókviaeldið fari fram yfir sumarmánuðina, meóan
vaxtarskilyrði eru hvað best i sjónum og veðurfar skárra.
Ferskvatnseldi hefur einnig verið reynt bæði á laxi og silungi.
Við það eru notuð ker eins og i strandkviaeldi eða jarótjarnir
sem ekki eru bundnar þvi að vera við sjó.
Þessi upptalning eldisforma er ekki tæmandi þar sem ýmis
afbrigði þeirra eru til eða hugsanleg.
Skilyrði til kviaeldis
Landfræðilegar aðstæður, veðrátta og skilyrði til vatnstöku
ráða mestu um hvar hvert eldisform er heppilegt. Einnig getur