Ráðunautafundur - 15.02.1986, Page 65
-55-
4. Kjötmat.
Forsenda þess, að árangur náist i þeirri viðleitni að aðlaga kjöt-
framleiðsluna markaðsþörfum er að kjötmatið sé virkt og skili bóndanum
uppl'ýsingum um söluhæfni framleiðslunnar. Til þessa hefur flokkun verið
mjög gróf, t.d. er fyrsti flokkur dilkakjöts nánast safn af velætu
kjöti, sem getur verið magurt og fremur vöðvarýrt en líka úrvalskjöt í
feitara lagi.
NÚ liggja fyrir tillögur að nýjum kjötmatsreglum sem skerpa
flokkunina og taka sérstaklega tillit til mismunandi fitustigs. Þessar
reglur eru samdar með hliðsjón af vaxandi kröfum um kjötgæði, en
árangurinn hlýtur þó að velta á því, að bóndinn njóti hagnaðar af bættri
framleiðslu.
5. Urvinnsla og markaðssetning i nútimaþjóðfélagi.
Neytendur gera sívaxandi kröfur um aukna fjölbreytni og vöndun á
framsetningu kjötvöru. Pað er t.d. mikils um vert, aö kjöt sé ekki
boðið fram í verslunum öðru vísi en vel snyrt, þ.e. með hæfilegri fitú
og í aðlaðandi umbúðum. 1 þessu sambandi þarf að bæta snyrtingu kjöts
við slátrun, t.d. að hreinsa vel innmör, og jafnframt að athuga
möguleika á grófstykkjun og afskurð fituklumpa s.s í nára og á síðu á
skrokkum fyrir frystingu. Slík meðferð mundi jafnframt hafa þá kosti í
för með sér að minnka þörf á frystirými og auka á vörustöðlun og
sveigjanleika i afgreiðslu.