Ráðunautafundur - 15.02.1986, Side 74
-64-
ári birtist mynd af pelsasútuðum dropóttum gærum (Stefán Aóalsteinsson,
1982b). Nýjasta yfirlitið um dropóttu ræktunina er að finna í
ráðstefnuerindi á Nýja Sjálandi (Stefán Aðalsteinsson, 1984c). Par
kemur m.a. fram, að einkunn fyrir doppur hefur hækkað um 2,7% á ári á
timabilinu 1970-'75 til ársins 1982. Arfgengi á útbreiðslu svartra
flekkja árið 1982 var 0,60 + 0,25 og arfgengi á einkunn fyrir dropótt
0,47 ± 0,24.
Hæktun á arfhreinu gráu fé.
Eftirsóttur grár litur á íslenskum lömbum kemur tæpast fyrir nema í
arfblendnum einstaklingum.
Við hreinræktun á arfblendu gráu fé verður fjórðungur lambanna með
svartan lit, fjórðungur ljósgrá og aöeins helmingur dökkgrá með
eftirsóttan lit (Stefán Aðalsteinsson, 1970).
Árið 1961 var hafist handa um ræktun á arfhreinu, dökkgráu fé á
bændaskólabúinu á Hólum. Árangrinum af þeirri ræktun hefur verið lýst í
þremur greinum (Stefán Aðalsteinsson, 1980a, 1980b og 1984c).
Helstu niðurstöður eru þær að á árunum 1980-1982 hafa 85% lambanna
verið með nógu dökkgráan lit fyrir markaðinn, en mörg þeirra hafa verið
meö ljósar skellur eða gulan blæ á hárum. Alls hafa 21% af 75 gráum
lömbum á þessum árum fullnægt kröfum um gerð, útbreiðslu og blæ á gráum
lit. Tilvist þessara lamba sýnir aó hægt er að ná því marki að rækta upp
stofn af arfhreinu gráu fé með viðunandi lit.
Feldgæði..
Með tilkomu ræktunar á feldfé á vegum Búnaðarfélags Islands (Sveinn
Hallgrímsson, 1979) var ákveðið að Rannsóknastofnun landbúnaðarins legði
sitt af mörkum til að styðja þá starfsemi. Voru i því sambandi gefnar
einkunnir fyrir útbreiðslu, gerð og gljáa lokks á hvítum vorlömbum á
Reykhólum vorið 1980 (Stefán Aðalsteinsson og JÓn Tr. Steingrímsson,
1980) og tengsl þessara einkunna við hliðstæðar einkunnir á haustlömbum
könnuð (Stefán Aðalsteinsson o.fl., 1981). Þessum rannsóknum var haldið
áfram haustið 1981 (Stefán Aöalsteinsson o.fl., 1982).
Fram kom i þessum rannsóknum að einkunnagjöf á 317 lömbum fyrir
útbreiðslu, gerð og gljáa á lokk að vori og hausti hafði ekkert spágildi
fyrir dóma um þessi atriði á gærum af sömu lömbum eftir sútun.
Arfgengi feldgæðaeinkunna eftir sútun var fremur lágt eða 0,10
fyrir útbreiðslu lokks, 0,10 fyrir gerð lokks, 0,13 fyrir gljáa og 0,16
fyrir pelseinkunn. Þetta eru nokkru lægri tölur um arfgengi á útbreiðslu
og tegund lokks heldur en fengust fyrir gærur frá haustinu 1977 en þær
voru 0,22 fyrir útbreiöslu og 0,18 fyrir gerð lokks (Stefán
Aðalsteinsson og Jón Tr. Steingrimsson, 1980). Gljái á togi i
siðarnefndu rannsókninni sýndi hins vegar mjög lágt arfgengi eða 0,03.
1 siðari rannsókn (Emma Eyþórsdóttir og Magnús B. jónsson, 1985)
reyndist arfgengi 0,23 fyrir útbreiðslu lokks, 0 fyrir gerð lokks og
0,40 fyrir gljáa á lifandi lömbum.
Samkvæmt þeim rannsóknum sem hér hafa verið raktar á að vera hægt
að búast við allmiklum árangri við kynbætur á feldgæðum.