Ráðunautafundur - 15.02.1986, Side 88
-76-
aðeins þegar þeirra ull er í mati, heldur að koma og sjá
hvernig matið fer fram.
b) í lýsingu á matinu hér að framan kom fram að ull með
mori í hálsi fellur við það niður í 3. flokk. Hér tel ég
að um mjög mikilvægt mál sé að ræða fyrir bændur, þar sem
3. flokkur gefur aðeins 18% af verði úrvals ullar, en þessi
ull fer að öðru jöfnu oftast í besta flokk.
Ýmsum aðferðum hefur verið lýst hér að framan hvernig
losna megi við mor úr hálsi, bæði með slæðigrindum og plast-
veggjum. Það sýnir sig að oft þarf að fella þessa ull í mati
þar sem morið er, ekki bara í hálsi, heldur aftur eftir öllu
baki, og það sorglega við þetta er að oft er þetta besta ull-
in í reyfinu að öðru leyti. Þetta skiftir einnig miklu máli
við vinnslu á ullinni, því sumt af morinu hagar sér mjög
líkt og gerviefnisþræðirnir sem rætt var um hér að framan,
þ.e.a.s. þrátt fyrir að ýmsar aðferðir séu viðhafðar í verk-
smiðjunum til að losna við mor, þá er alltaf viss hluti eft-
ir, sem orsakar vandræði á síðustu vinnslustigum.
c) Þar sem talað er um í mati að þófin ull fari í 3. flokk,
tel ég að eigi að koma nýr flokkur fyrir flóka og eigi sá
flokkur að vera enn verðminni en 3. flokkur er í dag, því
hæpið er að kaila sumt af þessari ull hráefni til iðnaðar,
þar sem þetta er nánast rusl, sem nýtist engum.
d) Þá langar mig að minnast svolítið á frágang á ull í
Noregi, en við höfum nokkuð góða lýsingu á því hvernig þeir
meðhöndla ullina. Við rúning taka þeir kviðarull og ull
aftan úr lærum frá strax og poka sér. Þetta þarf alls ekki
allt að vera léleg ull og flokka þeir hana gjarnan strax í
mismunandi poka. Það sem vinnst við að taka lélegu ullina
frá strax er að þá er ekki hætta á að hún mengi góðu ull-
ina og felli hana hugsanlega í mati. Hvert reyfi er síðan
pakkað sér. Þeir nota bréfpoka (einnota poka) og pappír á
milli reyfanna í pokanum. Þar sem pokarnir eru úr pappír,
er mjög þægilegt að skrifa á þá réttar merkingar.