Ráðunautafundur - 15.02.1986, Page 91
-79-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1986
HELSTU NIÐURSTÖÐUR ULLAR- OG GÆRUVERKEFNIS
Magnús B. Jónsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
1, Inngangur.
í árinu 1983 var stofnað til seimstarfs sútunarverksmiðja i landinu
annars vegar og Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins hinsvegar um rannsóknir á gæðum skinna af íslensku fé. Verkefni
þetta hefur gengið undir nafninu "Ullar- og gæruverkefni" og hefur
staðið i nærri tvö ár.
Markmið samstarfs þessara aðila er að kanna með hvaða hætti megi
bæta ullar- og gærugæói með skipulögðu kynbótastarfi og hvernig tengja
má þessa eiginleika við hió reglubundna kynbótastarf sauðfjár-
ræktarinnar.
Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar á eiginleikum ullar og
skinna hér á landi. Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur hefur haft
forgöngu um meginhluta þessara rannsókna og gert þeim ítarleg skil í
fjölda greina og á öðrum vettvangi. (Stefán Aðalsteinsson, 1971, Stefán
Aðalsteinsson, 1975, Stefán Aðalsteinsson og JÓn Viðar jónmundsson,
1978). 1 fjölriti Rala nr. 64 er að finna yfirlit um gærurannsóknir á
vegum stofnunarinnar til ársins 1980 (Stefán Aðalsteinsson og JÓn Tr.
Steingrímsson, 1980).
Viðfangsefni þau sem samstarfsaðilar urðu sammála um að vinna aó
voru fyrst og fremst tengd því hvernig mætti hagnýta þær tilrauna-
niðurstöður varðandi ullar- og gærueiginleika, sem fyrir liggja í
sauðfj árræktarstarfinu.
Verkefnin hafa verið nokkuð mismunandi milli ára. Árið 1984 var
ákveðið að beina athyglinni að nokkrum tilraunabúum en árið 1985 var
reynt, á grundvelli niðurstaðna frá árinu á undan, að framkvæma mat á
afkvæmum sæðingahrúta, auk þess sem framhald varó á rannsóknum á
gærugæðum fjárstofna tilraunabúanna.
Markmið verkefnisins hafa þó bæði árin verið hliðstæð og spanna
eftirfarandi atriði:
1. Kanna ullar- og gærugæði fjárstofna á nokkrum tilraunabúum og
nokkrum búum bænda þar sem álitið var að ullar- og gærugæði væru
sérstök.