Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 92
-80-
2. Kanna hvaóa eiginleika, sem skipta máli fyrir ullar- og skinna-
iönaðaðinn, unnt er að meta með handhægu móti án þess að tapa um
leið verulegum hluta af erfðabreytileika eiginleikanna.
3. Stuðla að því aó fá inn á sæðingarstöðvar hrúta sem valdir eru með
tilliti til ullar- og gærugæða.
Hér veróur að nokkru getið hluta þeirra niðurstaðna sem fengist
hafa úr rannsóknunum til þessa. Pau atriði sem hér verður fjallað um
eru einkum tengd mati á ullareiginleikum og veróur meginhluti
umfjöllunarinnar varðandi niðurstöður ársins 1984, þar sem ekki er lokið
gagnavinnslu frá síðasta ári.
2. EFNI OG AÐFERSIR.
2.1 Gagnasöfnun
Gagnasöfnun fór fram í sambandi við haustslátrun bæói árin og er
gerð grein fyrir framkvæmd og skipulagi hennar árið 1984 í fjölriti Rala
nr. 113 (Emma Eyþórsdóttir og Magnús B. Jónsson, 1985) . Vegna nokkuð
breyttra viðfangsefna árið 1985 varð skipulag gagnasöfnunar með nokkuð
öðrum hætti. Pá er og efniviður nokkuð annar og má segja að hann
skiptist í þrennt:
a) Lömb undan hrútum í afkvæmarannsókn á tilraunabúum.
b) Lömb undan hrútum sem notaðir voru í sæöingatilraun á 9 bæjum i
Reykhólasveit (þ.á.m. Reykhólum), Geiradalshr., Kirkjubólshr. og
Ffllshr.
c) Lömb undan sæóingahrútum sem notaðir voru á sæðingastöðvunum
veturinn 1984-1985.
Alls var safnað gærum af 633 lömbum árið 1984 og 1038 gærum í
haust. Pegar til uppgjörs kom féllu allmargar gærur út vegna ýmissa
orsaka og til uppgjörs komu 548 gærur fyrra árið og 969 gærur hið
sióara. Árið 1984 voru 9 bú með i rannsókninni og afkvæmi 42 hrúta en
hið siðara 48 bú og afkvæmi 68 hrúta. Stærð afkvæmahópanna var mjög
misjöfn. 1 uppgjöri var öllum hrútum sleppt sem áttu færri en 5 lömb i
rannsókninni.
Yfirlit um fjölda lamba og hrúta er að finna í ritgerð eftir Emmu
Eyþórsdóttur i öðrum staó í þessu riti
2.2 Skilgreining eiginleika, einkunnastigar
Eiginleikar þeir sem teknir voru til skoðunar voru metnir eða
mældir á ýmsum vinnslustigum. Framkvæmt var mat á lifandi lömbum, á
söltuðum gærum og sútuðum gærum fyrir og eftir litun. Pá var ullin sem
klippt var af gærunum sérmetin og loks voru ullarsýni send til Noregs
til lengdar og þvermálsmælinga. Ekki er unnt að gera öllum niðurstöðum
skil í þessum pistli og vísast til fjölrits Rala nr. 113 (Emma
Eyþórsdóttir og Magnús B. Jónsson, 1985) um frekari niðurstöður og
nákvcemari skilgreiningar en hér verða gefnar.