Ráðunautafundur - 15.02.1986, Side 105
-93-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1986
NIÐURSTÖÐUR RANNSÖKNA A TVlSKINNUNGI
Emma Eyþórsdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
1. Inngangur
Tvískinnungur í mokkasútuðum gærum hefur verió vandamál i sútunar-
iðnaði hér á landi frá upphafi. Þessi galli kemur fram á holdrosahlið
skinnanna, þannig að innsta lag skinnsins er laust frá þeim ytri og
holrúm myndast á milli laga.
Tvískinnungur var fyrst rannsakaóur á skinnum frá Reykhólum og
Hvanneyri frá árunum 1968 og 1970 og kom þá fram að þessi galli virtist
stjórnast af erfðum að allmiklu leyti. (Stefán Aðalsteinsson og Karl
Bjarnason, 1971). Tviskinnungur var kannaður aftur 1977 á 6 ríkisbúum
og 1980-1981 var gerð rannsókn á gærugæðum lamba frá Reykhólum. (Stefán
Aðalsteinsson og jón Tr. Steingrimsson, 1980, Stefán Aðalsteinsson
o.fl.,1982). 1 öllum þessum rannsóknum kom fram raunhæfur munur á
tviskinnungi milli lambafeóra og arfgengi reyndist á bilinu 0,28 til
0,43.
Hér verður greint frá niðurstöðum rannsókna á tviskinnungi, sem eru
hluti af svonefndu ullar- og gæruverkefni, sem staóið hefur undanfarin
tvö ár. Markmið þessara rannsókna er að kanna útbreiðslu og orsakir
tviskinnungs í lambsgærum, sem rannsakaðar voru og leita leiða til
úrbóta.
2. Efni og aóferðir.
-2.1 Gagnasöfnun.
Framkvæmd og skipulagi ullar- og gæruverkefnis árið 1984 er lýst i
Fjölriti Rala nr. 113. (Emma Eyþórsdóttir og Magnús B. JÓnsson, 1985).
Framkvæmd gagnasöfnunar og merkingar var sú sama árið 1985 og þar er
lýst. Efniviðurinn var fjölbreyttari seinna árið og má segja að hann
skiptist í þrennt.
a) Lömb undan hrútum i afkvæmarannsóknum á Hesti, Stóra-Ármóti og
Skriðuklaustri.
b) Lömb undan hrútum sem voru notaðir á 9 bæjum i Reykhólasveit,
Geiradalshr., Kirkjubólshr. og Fellshr., vegna forprófunar fyrir
val á sæðingastöð.
c) Lömb undan sæðingahrútum, sem notaðir voru á sæóingastöóvum á
Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi, veturinn 1984-1985.
I 1. töflu er yfirlit yfir fjölda lamba og hrúta í rannsókninni