Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 77
69
4. Hvernig erfjárfest?
Fjárfestingar eiga sér stað við endumýjun véla, bygginga og jarðakaupa. Hér skiptir miklu
máli hvernig lán bændur fá, hver kjörin séu á lánsfjármarkaðinum. Einnig skiptir miklu máli
hvaða fjárfestingar bændur þurfa að leggja út í, t.d. við kaup á bújörð, til að framleiðsla geti
átt sér stað. Fjárfestingin sem slík er kannski skynsamleg á því augnabliki sem hún er gerð en
oft vantar markmið og áædanagerð með henni. Þá eru lánastofnanir oft ákafar að veita lán, en
líta ekki nógu gagnrýnum augum á áædanagerðina. Það vill oft "gleymast" að bóndinn/
fjölskyldan þarf að eiga fyrir kostnaði við reksturinn og laun tíl að lifa fyrir þegar reiknuð er
út greiðslugeta búsins. Bóndinn, ráðunauturinn og bankinn þurfa í sameiningu að gera skyn-
samar áætlanir áður er fjárfest er og meta þörfina fyrir tíltekna fjárfestingu. Sé ekki gætt að
þessum þáttum eykst hættan á gjaldþroti búsins og þar með fjölskyldunnar.
5. Hvernig er vinnutilhögun og stjórn búsins?
Hér er átt við vinnuaflsþörf, þ.e. stendur fjölskyldan sjálf að rekstrinum eða þarf að fá
aðkeypt vinnuafl. Er vinnuálagið óeðlilega mikið við ffamleiðsluna, fer mikill tími frá búi í
félagsmál, hefur bóndinn heildaryfirsýn yfir þau störf sem að kalla hverju sinni. Með öðrum
orðum er bóndinn góður eða lélegur stjómandi. Vanti markmiðin, áætlanimar og eftirlitið er
spurning hvort viðkomandi ætti ekki að velja sér annað lifibrauð því hugur hans er hvort eð
er annarsstaðar. Nokkuð vantar á hjá sumum bændum að þessi þáttur sé metin sem skyldi.
6. Hvaða búfjáiframleiðsla á sér stað?
Hér er átt við allar tegundir búa. Það skiptir ekki máli hvað framleiðsla er stunduð, því engin
búfjárframleiðsla getur "tryggt" bóndanum það, að hann haft öruggar lxfsafkomu með bú-
skapnum. Allar búgreinar eru næmar fyrir breytingum úr ytra umhverfi (vextir, reglur, styrkir
o.fl.) og eins fyrir því hvemig bóndinn er sem stjómandi.
7. Hvaða stjórntœki eru notuð og hvaða ráðgjafaþjónusta er í boði?
Það er um margt að velja hvað ráðunautaþjónustuna varðar. Ráðanautaþjónustan er mjög
öflug (í Danmörku), þar sem hægt er að fá faglega aðstoð við gerð áætlana, fram-
leiðslustjómunar í mjólkurframleiðslu, kjötframleiðslu, eggjaframleiðslu o.s.frv. Stjómtækin
markmið, áætlanir framkvæmd og eftirlit er að mestu í höndum bænda sjálfra og vanti
einhvern þáttinn þar inn í, veikir það stöðu bóndans í síbreytilegu rekstrarumhverfi og þar
með einnig stöðu búsins.
8. Hvernig er sambandið við umhverfið?
Hér er átt við bæði nær- og fjærumhverfi. Bóndinn þarf að fylgjast vel með þeim hræringum
sem eiga sér stað í fjærumhverfinu (Alþingi, EES, EB o.s.frv.) til þess að geta bmgðist við
öllum breytingum í tíma. Úr næmmhverfi er átt við t.d. banka, lánastofnanir, ráðunauta,