Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 140
132
hafi verið. í þriðja lagi getur síðan verið að viðhaldsþarfir séu ekki eingöngu háðar þunga
gripsins heldur einnig framleiðslustigi hans og séu því hærri hjá gripum sem vaxa hratt.
í 9. töflu er reynt að meta kostnað vegna fóðurs við þessa kjötframleiðslu. Þar er miðað
við að heyverð sé 15 kr/kg þe., kjamfóðurverð 35 kr/kg þe. og að verð á mjólk sé 35 kr/kg.
Miðað við þessar forsendur þá er minni fóðurkostnaður við að ala blendinga en íslenska kálfa
(223 vs. 249 kr/kg kjöts) og einnig er ódýrast að ala eingöngu á heyi. Þama er þó eingöngu
um að ræða kostnað vegna fóðurs en ekki er tekið tillit til þess að þeir kálfar þurfa lengri
fóðmnartíma og þar með kemur meiri kostnaður vegna húspláss og hirðingar.
SAMANTEKT
Galloway blendingar
- Éta ekki meira að meðaltali á dag 4,7 vs. 4,8 kg þe./dag
- Hafa meiri vaxtarhraða 834 vs. 787 g/dag
- Hafa að meðaltali 33 dögum styttri fóðrunartíma 14,7 vs. 15,8 mán.
- Hafa betri fóðumýtingu 7,9 vs. 9,1 FE/kg kjöts
- Hafa lægri fóðurkostnað 223 vs. 249 kr/kg kjöts
- Hafa hærra kjóthlutfall 49,9 vs. 48,2 %
- Hafa meiri fallþunga 202 vs. 195 kg
Aukinn þungi við slátrun (350, 400 eða 450 kg)
- Eykur daglegt át í kg 4,4 - 4,8 - 5,0 kg þe./dag
- Minnkar daglegt át sem hlutfall af þunga gripsins 2,44 - 2,38 - 2,30 %
- Hefur ekki raunhæf áhrif á vaxtarhraða 797 - 808 - 827 g/dag
- Minnkar nýtingu á fóðri 4,2 - 4,6 - 4,7 FE/kg vöxt
- Minnkar nýtingu á fóðri 8,0 - 8,7 - 8,9 FE/kg kjöts
- Hefur ekki áhrif á fóðurkostnað 232 - 239 - 237 kr/kg kjöts
- Hækkar kjöthlutfall 48,2 - 48,9 - 50,2 %
Aukin kjarnfóðurgjöf (0; 15 eða30% affóðri)
- Minnkar daglegt át á heyi 4,4 - 4,0 - 3,5 kg þe./dag
- Eykur daglegt át á heildarfóðri 4,6 - 4,7 - 4,9 kg þe./dag
- Eykur daglegt át sem hlutfall þunga gripsins 2,29 - 2,40 - 2,43 %
- Eykur vaxtarhraða 765 - 811 - 855 g/dag
- Hefur ekki raunhæf áhrif á fóðumýtingu 4,4 - 4,5 - 4,6 FE/kg vöxt
- Hefur ekki raunhæf áhrif á fóðumýtingu 8,5 - 8,5 - 8,5 FE/kg kjöts
- Eykur fóðurkostnað 220 - 238 - 249 kr/kg kjöts
- Hækkar kjöthlutfall 48,1 - 48,9-50,2 %
- Hækkar fallþunga 196 - 197 - 204 kg