Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 195
má frekar búast við alvarlegum brennisteinsskorti því meira sem er eða þarf að nota af köfn-
unarefni til fá fram viðunandi sprettu. Til fróðleiks hér má nefna að á Bretlandseyjum er t.d.
algengt, að brennisteinsskortur f grasrækt komi ekki fram fyrr en í öðrum eða þriðja slætti
(Chaney 1993). Sömu sögu er að segja frá Finnlandi (Vermeulen 1993). I Svíþjóð tala menn
aftur á móti um hættu á brennisteinsskorti snemma á vaxtartímanum, þegar spretta er örust og
hlýindi í veðri (Simán 1993).
Brennisteinsskortur er ekki bundinn við einhverjar einstakar tegundir plantna, sem
ræktaðar eru. Það virðist svolítið breytilegt, hvemig hann ber niður. Sumsstaðar er það
einkum kál -Brassica - enda er brennisteinsþörf þess mikil sem og annars grænfóðurs, annars
staðar er það kom eða venjuleg túngrös. Kartöflur em ein af þurftarfrekari tegundunum í
þessum efnum.
BRENNISTEINSSKORTUR STAÐFESTUR Á ÍSLANDI
Hér á landi kann brennisteinsskortur fyrst að hafa komið í ljós á áranum 1959 og 1960 í
venjulegum grasræktartilraunum á Hólum í Hjaltadal og að Sámsstöðum (Árni Jónsson og
Hólmgeir Bjömsson 1964). Á þeim tíma var fyrirbærið óþekkt í ræktun nema á fáum stöðum
vestan hafs og þessar tilraunaniðurstöður hér voru afgreiddar á þessum tíma sem einhvers
konar tilraunaskekkja. Þá datt engum í hug, að brennistein gæti skort í landi hvera og
brennisteinsfýlu og erlendum vísindamönnum finnst það jafnvel ótrúlegt enn í dag. Það er
svo ekki fyrr en með víðtæku tilraunauppgjöri árið 1977 (Áslaug Helgadóttir, Hólmgeir
Bjömsson og Friðrik Pálmason 1977), að þessar niðurstöður fá viðurkenningu sem
marktækar. í millitíðinni, þ.e. á árunum 1965 og 1966, hafði Jóhannes Sigvaldason staðfest
(1966 og 1967) fyrst fyrir hálfgerða tilviljun brennisteinssskort í túnum í Mývatnssveit. Á
árunum þarna á undan höfðu bændur á svæðinu mjög kvartað yfir, að illa sprytti undan
Kjarnanum. Gekk það jafnvel svo langt, að mönnum fannst eitthvað vanta á græna litinn í
grasinu. Meintum eituráhrifum Kjarnans var svo kennt um ósköpin. Eftir þetta voru gerðar
ýmsar tilraunir og athuganir um land allt, sem staðfestu, að víða mætti búast við brenni-
steinsskorti. Þær leiddu síðan m.a. til fyrrgreinds tilraunauppgjörs þeirra Áslaugar, Hólmgeirs
og Friðriks (1. mynd).
1. mynd. Tilraunastaðir á landinu
þar sem brennisteinn í áburði
hefur gefið uppskeruauka.