Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 153
145
Stykkið fékk mykju vorið og haustið 1991 alls um 30 tn/ha en ekkert vorið 1992 en
áburðargjöf hefur verið um 125 kg N/ha. Samkvæmt þekjumælingu sumarið 1992 reyndist
vallarfoxgras þekja um 99% af sverðinum.
Grastegundablandan kom af túni sem nefnt er Mýrartún og er á framræstri mýri í austur
frá bænum, á milli Stóra og Litla Armóts. Grasffæblöndu var sáð í þetta stykki sumarið 1987
og túnið hefur fengið um 120 kg N/ha árlega síðan, verið slegið einu sinni á ári og gefið um
40-50 hkg þe./ha en oft verið slegið frekar seint. Sumarið 1992 var stykkið slegið mun fyrr en
áður eða 2. júlí og hirt af því 4. júh' og var uppskeran þá um 25 hkg þe./ha. Heyið var hirt með
um 73% þurrefni og verkaðist mjög vel og var lyktargott.
Stykkið fékk um 30 tn/ha af mykju vorið 1991 en ekkert vorið 1992. Samkvæmt
þekjumælingu sumarið 1992 reyndist lfngresi þekja 42%, snarrót 27%, vallarfoxgras 14% og
vallarsveifgras 10%. Þekjumælingin var endurtekin sumarið 1993 og þá reyndist Kngresi þekja
43%, snarrót 29%, vallarfoxgras 19% og vallarsveifgras 7%. Rétt er að benda á að hlutfall af
þekju segir ekki beint til um hlutfall í uppskeru og t.d. er líklegt að þó vallarfoxgras sé h'dll
hluti af þekju þá sé það stærri hluti af uppskeru.
í 2. töflu eru upplýsingar um sláttutíma og magn og gæði uppskerunnar en tréni í heyi
við hirðingu mældist 23,1% í túnvinglinum, 21,7% í vallarfoxgrasinu og 19,7% af þurrefni í
blöndunni. Tréni í kjamfóðrinu var 2,0% og fita 4,9% af þe.
2. tafla. Uppskera og efnainnihald fóðurs sem notað var í tilrauninni (meðaltöl þriggja sýna, m.v. 100%
þurrefni).
Fóður- tegund Slegið dags Uppskera hkg/ha FE/kg Kg/FE Prótein % Ca g/kg P g/kg Mg g/kg K g/kg
Túnvingull 20/6 16 0,74 1,36 17,2 2,6 3,7 1,7 26
Vallarfoxgras 2/7 40 0,88 1,13 14,4 2,2 3,0 1,4 25
Grastegundablanda 2/7 25 0,82 1,21 15,8 2,6 3,6 1,8 20
Kjamfóður 1,14 0,88 20,1 17,6 11.7 4,8 3,4
Fóðrun, mælingar og tölfræði
Kýmar voru einstaklingsfóðraðar og var gróffóðrið vigtað í þær 5 daga vikunnar en kjarn-
fóðrið alla daga. Fóðrað var tvisvar á dag og fengu kýmar gróffóður að vild og var miðað við
að leifar væru a.m.k. 15% af gjöf. Þegar skipt var um grastegund voru tegundirnar gefnar í
bland í 2-3 daga. Kjamfóðurgjöf var ákveðin skv. nyt og áætluðu heyáti í byijun dlraunarinnar
(sjá 1. töflu) en minnkaði síðan um 0,25 kg/viku eftir það en allar kýmar fengu sömu kjarn-
fóðurtegund óháð grastegund.
Nyt var mæld tvo daga í hverri viku og mjólkursýni tekin bæði kvölds og morgna.
Kýmar voru vigtaðar einu sinni í viku og holdastigaðar í lok hvers tímabils. Ein 1. kálfs kvígan
tók upp á því í miðri tilraun að byija að sjúga sjálfa sig. Þessi gripur fékk því reiknuð gildi fyrir
afurðir en mælingar á áti vom með eðlilegum hætti.