Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 209
201
HAUSTÁBURÐUR
Árin 1981-1984 voru gerðar nokkrar tilraunir með að bera hluta áburðar á síðsumars og að
hausti, og nýjar tilraunir eru hafnar á Möðruvöllum. Með uppskerumælingum fékkst fremur
jákvæð útkoma af að bera hluta áburðar á að hausti, en nýting niturs reyndist heldur minni
nema e.t.v. hjá snarrót (Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermannsson 1987).
GRASEFNAGREININGAR OG ÁBURÐARÞÖRF
Með plöntuefnagreiningum má meta næringarstöðu plantna, hvort þær skorti tiltekin plöntu-
næringarefni nl þess að ná fúllum vexti og þroska eða hvort um sé að ræða hæflegt magn,
ofgnótt eða skaðlegt magn af næringarefninu. í þeim tilgangi er venjulega stuðst við styrk
næringarefnisins í þurrefni plöntunnar, % í þurrefni fyrir meginefnin (N, P, K, S, Ca, Mg), eða
ppm snefilefnin (Mn, Cu, Zn, Fe, Mo, B) svo þau helstu séu nefnd. Miðað er við mælingar á
ákveðnu vaxtarstigi, annað hvort með með því að taka sýni á ákveðnu stigi (t.d. er 5. blað ofan
ffá talið tekið af tómataplöntum) eða þá að leiðrétt er fyrir þroskastigi.
Leiðrétting fyrir þroskastigi hefur verið gerð með tvennum hætti. (1) Með því að skoða
hlutföll næringarefna (t.d. nitur/brennisteinn) má meta hvort jafnvægi sé á milli viðkomandi
næringarefna óháð þroskastigi. Að því tilskyldu að nitumæring, bæði úr jarðvegi og áburði, sé
innan hæfilegra marka, hvorki sé um skort né ofgnótt að ræða, má nota aðhvarfslíkingar fyrir
fosfór, til dæmis sem fall af hrápróteini, í þessum tilgangi. Þar er í raun um að ræða sömu
aðferð og notkun hlutfalla. Sömu takmarkanir gilda fyrir notkun hlutfalla og aðhvarfslíknga:
það plöntunæringarefni, sem notað er sem viðmiðun til þess að greina skort eða ofgnótt á
öðru, verður að vera innan hóflegra marka. (2) Nota má uppskerumælingu til þess að leiðrétta
styrk (%, ppm) plöntunæringarefnis að ákveðnu vaxtarstigi eða til þess að meta næringarstöðu
plöntunar, hvað þetta efni varðar, óháð vaxtarstigi.
Eftir leiðréttingu að ákveðnu þroskastigi eða fyrir hvert vaxtarstig eru gjarnan sett upp
ákveðin mörk til viðmiðunar, skortsmörk, kjörmörk, ofgnóttarmörk og eitxunarmörk. í þeim
áburðartilraunum á túnum hér á landi, sem kannaðar hafa verið, hefur einungis verið um að
ræða skortsmörk og kjörmörk. Áburðamotkunin hefur ekki náð út fyrir þau mörk.
Niðurstöður plöntuefnagreiningar skýra þó ekki, hvort skortur á plöntunæringarefni
stafar af lélegri nýtingu efnisins úr áburði eða jarðvegi eða beinlínis af skorti. Með samanburði
við jarðvegsefnagreiningar má hins vegar meta, hvort um áburðarskort er að ræða eða lélega
nýtingu næringarefnisins vegna skilyrða í jarðvegi.
Skortsmörk og svonefnd sprettumarkgildi (neðri mörk kjörsviðs) fyrir fosfór og kalí í
grasi hafa verið metin í langtímatilraunum á túnum á tilraunastöðvunum á Akureyri, Reyk-
hólum, Sámsstöðum og Skriðuklaustri (Friðrik Pálmason 1972). Jafnframt var fylgni þessarra
plöntunæringarefna við hráprótein í grasi könnuð í sömu tilraunum.
Mesti grasvöxtur í tveimur sláttum var í meðalári við 0,30-0,31% P í þurrefni og 2,5-
2,7% K í þurrefni í grasi. Þar sem uppskera var 20% minni var fosfór í grasi um 0,20% P og
kalí um 1,1% K. Þessi mörk voru metin rrúðað við fjórflokkun uppskeru sem fall af % magni