Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 190
182
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Gönguleiðir
Jóhanna B. Magnúsdóttir
umhverfisfrœðingur
í þessu erindi ætla ég að fjalla gönguleiðir á þann hátt sem ég held að verði helst að gagni
fyrir ferðaþjónustubændur. Ég geri ráð fyrir að gönguleiðin liggi frá bæ þaðan sem vísað er á
hana og að henni sé haldið við af ábúendum.
Þeir sem nota þessar gönguleiðir eru almennt ferðafólk, íslenskar fjölskyldur og erlendir
gestir. Ef á að gera stíga færa fyrir fatlaða mega þeir ekki vera brattir, engar tröppur mega vera
á þeim og þeir þurfa að vera breiðari.
TILGANGUR GÖNGULEIÐA
En gerum okkur grein fyrir hver er tilgangur þess að merkja gönguleiðir eða leggja göngustíga.
Eða eigum við að segja til hvers fólk notar gönguleiðir. Við getum flokkað notkunina í fimm
atriði:
1. Afþreying; t.d. almennar gönguferðir, ratleikir.
2. Líkamsrækt; skokk- og göngubrautir.
3. Að skoða ákveðin náttúrufyrirbæri, s.s. foss, gil, kletta, útsýni.
4. Að fræðast um umhverfið; jarðfræði, gróðurfar, dýralíf, sögu, mannvirid, menn-
ingarminjar.
5. Að upplifa náttúruna; lykt, hljóð, sjón.
Hugsanlegt er að nota einn stíg fyrir alla þessa flokka, en þó má segja að erfitt væri fyrir
skokkara að rekast á fólk með lokuð augu upptekið við að heyra hljóðin í umhverfmu, svo að
tekið sé dærni. En athugum nánar hvers flokkamir krefjast hver um sig.
1. Afþreying. Hér erum við að tala um almennar gönguferðir, þegar fólk fer út til að
hreyfa sig og vill bara ganga einn hring og koma inn rjótt í vöngum, með lungun
full af súrefni. Ég hef sett ratleiki í þennan flokk, en þeir eiga líka heima í ffæðslu-
flokknum, það fer eftir uppbyggingu þeirra. Ekki er nauðsynlegt að leggja malar-
boma stíga fyrir þessi not, heldur nægir að stika leiðina.
2. Líkamsrækt. Skokkarar vilja helst tiltölulega mjúka, malarboma stíga. Þeir eiga
ekki sérlega góða samleið með hinum flokkunum.
3. Náttúmfyrirbæri. Þegar vísa á fólki að ákveðnu náttúrufyrirbæri getur verið nóg að
stika leiðina.
4. og 5. Ef tilgangur gönguferðarinnar er að fræðast eða að upplifa umhverfið emm
við komin að flóknara verkefni, sem ég fjalla um síðar.