Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 98
90
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Umhverfi, meðferð og heilsufar hrossa
Helgi Sigurðsson
Tilraunastöð Háskólans í meinafrœði
INNGANGUR
Islenski hesturinn hefur um aldir aðlagað sig að breytilegum ytri aðstæðum hér á landi, s.s.
slæmu veðurfari og skorti á nægjanlegri fæðu.
Við sjáum greinileg meriá þessarar aðlögunar að náttúrunni þegar hestamir safna fitu
seinni hluta sumars til að undirbúa sig undir veturinn, auk þess sem háralag þeirra breytist.
íslenskir aðdáendur hestsins hafa hingað til lítið gert til að skoða þessa aðlögunarhæfni þó
segja megi að hún sé mjög áhugaverð frá vísindalegu sjónarmiði séð. Ráðstefna um hrossarækt
á norðlægum slóðum haldin í Reykjavík 11.-13. ágúst þar sem saman voru komnir margir
þekktir vísindamenn var því mjög kærkominn viðburður og ef til vill byijun á kerfisbundinni
gagnaöflun á líffræðilegum þáttum er snerta meðferð og umhverfi hrossa. Segja má að á
ráðstefnunni hafi komið fram fleiri spumingar en svör, enda kom fram að tiltölulega litlar
vísindalegar upplýsingar væra til um aðlögunarhæfni hesta að kulda (Langlois, 1993).
I þessu erindi verður reynt að draga fram þá þekkingarþætti sem komu fram á
ráðstefnunni er snerta okkur beint eða gætu orðið tilefni rannsókna þegar fram líða stundir, en
ljóst er að líffræðileg þekking á þessu sviði er hrossaræktinni mjög til framdráttar.
AÐLÖGUN AÐ KULDA
Aðlögun
í fyrirlestri Langlois kom ffarn að aðlögun að kulda er flókið fyrirbrigði þar sem lífeðlisfræðin,
líffærafræðin og lífefnafræðin koma við sögu í því að hjálpa hestinum að lifa af í köldu
umhverfi. Hér er bæði um að ræða skammtíma aðlögun og aðlögun til lengri tíma. Líkaminn
reynir annaðhvort að draga úr hitatapi (thermolysis) eða auka hitaframleiðslu (thermogenesis).
Brennsla á fitu og sykrum gerir líkamanum kleift að þola kuldann og á þann hátt eykst
efnabrennsla líkamans. Hitatap gerist með ýmsum hætti, s.s. útgeislun, varmaleiðingu (con-
duction), varmaburði (convection) og uppgufun. Hver þessara þátta er stærstur er m.a. háð
hitastiginu og vindhraða, en við höfum reynslu fyrir því hér á landi að kuldi og vindur fer
ákaflega illa með hross. I raun eru það fimm veðurfræðilegir þættir sem hafa áhrif á hestinn,
þ.e. hitastigið í umhverfmu, útgeislun sólar, raki, úrkoma og vindhraði. Því miður hefur ekki
tekist að búa til stærð sem tekur tillit til allra þessara þátta, en tveggja þátta stærð, þ.e.
vindkæling, er greinilega tengd afkastagetu einstaklingsins. Þáttur hita og raka er stærð sem
hefur áhrif á sumrin en hefur minni áhrif að vetrarlagi. Röskun af völdum vinds á þeini vörn