Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 185
177
veiðibænda við silungsvötn, um umbætur, sem hér hafa verið ræddar. Hér þarf að verða
breyting. Þessu þarf að sinna á sama hátt og við búrekstur.
Menn þurfa að átta sig á því, hvemig hlutimir eru og gera viðeigandi ráðstafanir.
Skipuleggja verður þessi mál með þeim hætti að til gagns verði fyrir aOa aðila, sem að þeim
koma. Allir þekkja hvemig veiðibændum við lax- og sjóbirtingsámar í landinu hefur tekist að
byggja um velþróaða starfsemi, fyrst og fremst í gegnum veiðifélögin, sem sktiar góðum
tekjum. A svipaðan hátt ættu stiungsvatnaeigendur að geta náð árangri, þó að verð silungs-
veiðileyfa sé lágt, miðað við laxveiðtieyfm þar sem framboð og eftirspum hefur ráðið ferðinni.
Gera þarf því vissa hluti. Heimamenn við silungsvatn þurfa að snúa bökum saman, hafa
samvinnu um sitt vatn, stofna veiðifélag, eins og reyndar er skylt að gera, lögum samkvæmt.
Einnig er rétt að benda á, hvort að eigendur fleiri en eins stiungsvatns, sem liggja næni hvort
öðru, gætu haft með sér samstarf um vissa þætti, í hag fyrir báða.
BYGGÐARLAGIÐ STYRKT
Víst er að aukin nýting silungsvatna er einn af þeim möguleikum sem bjóðast og okkur er skylt
að sinna. Nýta þarf á verðskuldaðan hátt þessa náttúmauðlind sem silungurinn er og umhverfi
það, sem hann lifir í. Stangarveiði í silungsvötnum er heillandi verkefni, sem unnt er að
stórauka með ekki ýkja miklum tilkostnaði, ef rétt er á sptium haldið, til gleði, hollustu og
hagsbóta fyrir svo marga.
Skjóta þarf fleiri stoðum undir atvinnulíf í strjálbýli landsins. Tvímælalaust er hér um
atvinnuörvandi starf að ræða, sem mun ekki aðeins koma þeim tti góða, sem næst standa
vötnunum, heldur öllu byggðarlaginu, eins og aðrir velheppnaðir þættir úttiífs og ferðaþjónustu
gera að jafnaði, því að þetta styður hvað annað.
HEIMILDIR
Einar Hannesson (1990). Stangarveiði í silungsvötnum. Freyr 1990.