Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 17
9
Þjóðfélagsleg viðhorf fólks eru undirorpin stöðugum breytíngum og hefur landbún-
aðurinn ekki farið varhluta af slíku. Breytínganna verður vart í almennri þjóðfélagsumræðu og
þær kristallast t.d. í gerð ýmissa viðskiptasamninga íslenskra stjómvalda við önnur ríki og
ríkjasambönd. Nokkur hópur manna telur að þetta muni hafa í för með sér talsvert óþægilegar
breytíngar á rekstrammhverfi afurðastöðvanna og skal það ekki dregið í efa hér.
Hvað varðar möguleika afurðastöðva í kjötí og mjólk til að takast á við þessi vandamál,
skiptir mjög í tvö hom. I mjólkurvinnslunni er eiginfjárstaða fyrirtækjanna yfírleitt þokkaleg (á
á íslenskan kvarða mjög góð) og afkoman bærileg, verðskráning virk, markaðsstarf skipulagt
og öll vinnsla, pökkun og heildsöludreifing er í höndum afurðastöðvanna. Engu þessara atriða
er til að dreifa í kjötgeiranum. Það gætí verið í þágu viðfangefnis þessa erindis að reyna að gera
sér grein fyrir ástæðum svo ólíkrar stöðu þessara greina.
Við setningu laga nr. 1/1935 var komið á skiptingu landsins í sölusvæði að því er varðaði
dagvömr úr mjólk og var hún í gildi allt tíl 1989 og kom í veg fyrir óhefta samkeppni milli
mjolkurbúa um þann markað. Seinna var svo komið upp verðmiðlun milli mjólkurbúa um allt
land sem varð að býsna traustu, rekstrarlegu öryggisnetí fyrir samlögin. Verðmiðlun þessa
annaðist Framleiðsluráð landbúnaðarins, sem yfirfór og úrskurðaði reikninga samlaganna með
tíllití tíl þarfar fyrir verðjöfnun. Þetta hafði í för með sér mjög virka kostnaðarskráningu í
bókhaldi þeirra sem skilaði sér inn í verðlagningu gegnum innheimtu verðmiðlunargjalda.
Stuðlaði þetta bæði að vandaðri reikningsskilum en ella og eyddi áhættu í rekstrinum. Að
þessu leyti hafa afskiptí hins opinbera átt þátt í að skapa þessa traustu stöðu, hvað sem segja
má um hvata til hagræðingar.
Þriðja atriðið er einnig vert að minnast á, en það er stofnum O.S.S. 1958. Fram að þeim
tíma háðu samlögin harða samkeppni hvert við annað á osta- og smjörmarkaðnum og var svo
komið, að kaupendur gátu nánast sett þá skilmála fyrir viðskiptum, sem þeim þóknaðist. Út úr
þeim þrengingum braust mjólkuriðnaðurinn með því að sameinast um dreifingu þessara vara.
Sú ákvörðun olli talsverðum viðbrögðum í þjóðfélaginu og hugnaðist alls ekki þeim, sem áður
gátu nýtt sér sundrungina í röðum seljenda. Kunnugur maður lét svo um mælt í mín eyru um
1980 að þá hefði ekki verið hægt að koma því fyrirtæki á stofn. Reynslan af starfrækslu O.S.S.
er gjama nefnd sem lýsandi dæmi um hveiju góð samstaða getur korrúð til leiðar og hveijum
árangri má ná með vönduðum og markvissum vinnubrögðum.
Nú er kunnugleiki minn á kjötgeiranum minrú en á mjólkurvinnslunrú, en við blasir að
þar hefur ekki tekist að ná sömu samstöðu út á við. Þar við bætíst offramboð af nær öllum
kjöttegundum og það hefur sterkum aðilum meðal kaupenda tekist að nýta sér til fullnustu tíl
að bijóta rúður alla viðleitni seljenda tíl að styrkja stöðu sína og geta í ríkum mæli ákveðið
bæði verð og greiðsluskilmála í viðskiptunum. Þó hafa ekki verið í hámælum stórfelld frávik
við uppgjör við sauðfjárbændur eða við sölu á kindakjöti í heilum skrokkum enn sem korrúð er
(27. jan.). Augljóst má þó heita að hvort tveggja er undiroipið tvísýnu í nánustu framtíð.