Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 210
202
plöntunæringarefnis í þurrefni. Miðað við sprettu í fyrri slætti eingöngu eru þessi mörk nokkru
lægri eða 0,18% P og 0,89% K. Allar efnagreiningar eru úr fyrri slætti. Þessi mörk voru metin
eftir aðhvarfslíkingum í 5. töflu.
5. tafla. Samband hlutfallslegrar sprettu (y, hámarksspretta=100) í fyrri
slætti og %P eöa %K í þurrefni af grasi við vaxandi fosfór- og kalígjöf
(Hólmgeir Bjömsson o.fl. 1975).
Aðhvarfslíking % í þurrefni við 80% af hámarksuppskeru
log(100-y) = 2,41 - 6,09*%P log(100-y) = 1,81 - 0,57*%K r2= 0,82 0,18 r^= 0,71 0,89
Líkingamar í 5. töflu miðast við meðalár á 60 tilraunaára tímabili fyrir fosfór og 45
tilraunaára fyrir kah'. Því þarf að leiðrétta mælingar í grasi að meðalári þess tíma.
Styrkur brennisteins í grasi við mesta grasvöxt í tilraunum með vaxandi skammta af
brennisteinsáburði var 0,10% S í þurrefni og hlutfall brennisteins og níturs var 16 við mesta
grasvöxt (Áslaug Helgadóttir o.fl. 1977).
DRÖG AÐ LÍKANIFYRIR LEIÐBEININGAR UM ÁBURÐARNOTKUN
Að því tilskyldu að nitur skorti ekki, má nota línuleg aðhvörf sem lýsa sambandi hrápróteins
við fosfór eða kah' í grasi til þess að leiðrétta fosfór- og kalístyrk í grasi að því stigi sem svarar
til sláttutíma x meðalári (Friðrik Pálmason 1972).
Leiðréttu tölumar fyrir fosfór og kalí í grasi má nota til þess að reikna hlutfall uppskeru
af hámarksuppskem. Lokastigið er svo að bera saman þessar leiðréttu tölur fyrir fosfór og kalí
í grasi við niðurstöður jarðvegsefnagreininga, sbr. 6. töflu.
6. tafla. Túlkun jarðvegs- og grasefnagreininga.
Mæligildi Ályktun
Jarðvegs- Gras-
efnagreining
Há Mjög há Draga má úr notkun áburðarefnis
Há Há Óbreytt áburðamotkun
Miðlungs Há "
Lág Há Áburðamotkun of lítil eða nýting léleg*^
Miðlungs Miðlungs/Iág
Lág "
1) Léleg nýting áburðar getur stafað af lélegri framræslu, kali, kuldatíð eða þurrkum.
ÁHRIF SAMSPILS ÁBURÐAR, SLÁTTUTÍMA OG GRASSPRETTU Á EFNAMAGN í
GRASI
Samspil áburðar og sláttutíma var kannað í tilraunum á Akureyri 1973 (4 P-skammtar og 4
sláttutímar (tilraun 16-56) og 4 K-skammtar og 4 sláttutímar (tihaun 10-58), á Keldnaholti