Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 211
203
1974 (15 áburðarliðir og 12 sláttutímar), Korpu 1974 (2 P skammtar, 4 grastegundir og 11
sláttutímar) og á Korpu 1977 ( 15 áburðarliðir, 12 sláttutímar).
Niðurstöður úr þessum rannsóknum voru notaðar til þess að setja fram líkan í töfluformi
sem sýndi grasvöxt og % hráprótein við mismunandi þroskastig annars vegar við hámarks-
sprettu og hins vegar við skortsmörk fyrir nitur (80 eða 90% af hámarkssprettu) eftir framboði
á nitri í áburði og jarðvegi, sjá 2. mynd. (Friðrik Pálmason 1982). Sams konar töflur voru
settar upp fyrir fosfór og kalí. Líkön af þessu tagi gera mögulegt að taka grassýni löngu fyrir
slátt og að meta hlutfallslega uppskeru og hvort skortur sé á þessum þremur aðalnæringar-
efnum í plöntunni. Skilyrði er að uppskera sé mæld.
Hér um að ræða að nota uppskerumælingu og efnamælingu til þess að leiðrétta fyrir
þroskastigi, sem hlýtur að teljast öruggari aðferð en sú sem áður er lýst. í henni var hrá-
próteinmæling notuð til þess að leiðrétta fyrir þroskastigi og skilyrði er að nítur skorti ekki. Sú
matsaðferð nær því að sjálfsögðu ekki tO níturs í plöntum.
Með þeim möguleikum sem eru á gagnavinnslu í dag getur verið ástæða til þess að
endurvinna niðurstöður um áburðamotkun og efnamagn í plöntum með það markmið að þróa
tölvulíkön fyrir grasefnagreiningar til notkunar við leiðbeiningar sé áhugi á því af hálfu
leiðbeiningaþjónustunnar.
MAGNÍUM í GRASI OG SLÁTTUTÍMI
Graskrampi eða magníumskortur í búfé hefur lengi verið talinn viðloðandi hér. Oft hefur verið
miðað við, að æskilegt væri að magníum sé ekki minna en 0,20-0,25% í grasi. Samkvæmt
viðmiðunum HoOendinga fyrir mjólkurkýr á beit á þetta þó aðeins við, þegar kalímagn og
hráprótein er mjög mOdð í grasi (%K*%hráprótein í þunefni > 60, t.d. 20% hráprótein í
þurrefni og 4% K), sbr. 7. töflu. Eins og sést á töflunni taka hoOensku staðlamir tillit tO þess
að prótein og kalí hafa áhrif á, hvemig magníum í grasi nýtist búfénaði.
7. tafla. Samband magníum í blóðsermi nautgripa og magníum í grasi við mismunandi
hráprótein og kalíum. Samkvæmt Commitee on Mineral Nutrition (1973).
%K * % prótein í þurrefni Beit örugg > 20 mg/1 Magníum í grasi Magníumgjöf æskileg Magníum í blóðsermi 10-20 % í þurrefni Hætt við graskrampa án Mg-gjafar <10
30 0,10 <0,10 (<0,05)
40 0,13 <0,13 (<0,08)
50 0,16 0,11-0,16 <0,11
60 0,19 0,13-0,19 <0,13
70 0,22 0,16-0,22 <0,16
Efnamagn var borið saman í fjórum grastegundum við mismunandi sláttutíma frá vori úl
hausts í dlraun á Korþu 1974. Vallarfoxgras sker sig úr að því er varðar magníum. Framan af