Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 107
99
Markmið tilrauna Gunnars hafa verið að rannsaka gæði sæðis úr íslenskum stóðhestum
og ieggja mat á aðferðir við sæðingu hryssa með fersku sæði, bæði þynntu og óþynntu. Það
helsta sem kom fram í erindinu var eftirfarandi:
1. Rannsóknaraðferðir. Safnað var sæði úr samtals átta stóðhestum með gerviskeið
af Hannover gerð. Gæði sæðisins voru metin, bæði stórsæju (macroscopic) og
smásæju (microscopic) mati. Með fyrrgreindu aðferðinni var metið magn, litur,
samfesta og aðskotaefni en með þeirri síðamefndu, hreyfanleiki, þéttleiki og
hlutfall afbrigðilegra sæðisfruma. Samtals voru sæddar 83 hryssur. Gangmál þeirra
flestra voru samstíllt með prostaglandin innsprautun í vöðva, 10 mg af
Dinoprostum (PGF^a) með 12-14 daga millibili. Farið var með stóðhest til
hryssanna daglega tíl þess að kanna hvort þær væra í hestalátum og jafnframt var
lagt mat á ástands slímhúðar í skeið. Þegar breytingar urðu á kynatferli var ástand
æxlunarfæra kannað með skoðun um endaþarm. Þar með var kannaður vöxtur
eggbúa í eggjastokkum svo og egglos. Þannig var leitast við að sæða hryssur sem
næst egglosi. Sumt af sæðinu var óþynnt en einnig var notað sæði í ýmsum
blöndunarhlutföllum.
2. Árangur og ályktanir. Meðalmagn sæðis sem fékkst við sáðlát var 103 ml (27-160
mi), meðalþéttleiki var 303.000 sæðisframur í mm^ (63.000-914.000) og meðal-
hrej'fanleiki (framsækni) 58,7% (25-85%). Niðurstaða sæðinganna var sú að
31,3% hryssanna festu fang. Gæði sæðisins voru talin sambærileg við það sem
þekkt er í öðram hrossakynjum en árangur sæðinganna ætti að vera hægt að bæta
mikið með markvissari rannsóknum og þróun. Tilraunimar lofa góðu.
FRJÓSEMIÍSLENSKRA HROSSA
I erindi sínu fjallaði höfundur þessarar samantektar um ýmsa þætti varðandi frjósemi og
kynstarfsemi íslenskra hrossa en lítíö hefur verið um rannsóknir á því sviði tíl þessa. Byggt var
á niðurstöðum athugana sem hófust 1979 á kynþroska, árstíðabundnum fengitíma, meðgöngu-
tfma og fijósemi íslenskra hrossa í hefðbundnum stóðbúskap. Þótt gögnin hafi ekki verið mikil
að vöxtum gefa niðurstöðumar ákveðnar vísbendingar og að hluta er um upplýsingar að ræða
sem ekki hafa áður verið skráðar hér á landi. Eftirfarandi er það helsta sem fram kom:
Um 70% hryssa höfðu náð kynþroska við tveggja vetra aldur og 90% þriggja
vetra. Stóðhestar vora venjulega orðnir kynþroska tveggja vetra gamlir. Reyndar
kom í ljós að þroskamikil tryppi, bæði hryssur og folar, geta náð kynþroska
vetrargömul. Niðurstöðumar sýna að fengitíminn er árstíðabundinn og nær hann
hámarki í maí og júní, þ.e. að vorlagi. Þættir svo sem fyrri frjósemi hryssa og
næringarástand bæði hryssa og stóðhesta, geta haft áhrif á fengitfmann. Einnig
komu fram vísbendingar um minni háttar kynstarfsemi í öllum mánuðum utan hins
eðlislæga fengitíma að vor- og sumarlagi. Sú tílgáta er sett fram að árstíðabundin