Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 108
100
afmörkum fengitíma íslenskra hrossa hafi mótast af náttúruúrvali og dagsbirtu-
skiiyrðum. Þær takmörkuðu upplýsingar sem fyrir lágu um lengd meðgöngutúna
benda til verulegs breytileika, þ.e. frá 315-390 daga með um 350 daga maðaltal.
Almennt má reikna með að í hefðbundnum stóðbúskap hérlendis kasti rúmlega
80% hryssa sem telst góð fijósemi hjá hrossum. Skráðar voru 16 tvíburafæðingar
og er athyglisvert að nær 70% foldanna lifðu. Lögð er áhersla á að gerðar verði
ítarlegri rannsóknir á ýmsu er varðar fijósemi og kynstarfsemi hrossa.
LOKAORÐ
Þótt rannsóknir á fijósemi hrossa séu skammt á veg komnar hér á landi hefur verið lagður
traustur grunnur að nokkrum þáttum þeirra. Gera má ráð fyrir að sæðingar, bæði með kældu
og djúpfrystu sæði, og rannsóknir þeim tengdar, muni njóta forgangs. Hvað sæðingar hrossa
varðar hefur verið komið á tengslum við erlenda vísindamenn sem eru í forystusveit þeirra sem
eru að þróa þessa tækni. Nýta má upplýsingar frá þeim í tengslum við innlendar tilraunir.
Ýmissa tækja hefur verið aflað nú þegar. En sérstaks átaks er þörf. Hrossasæðingar ættu að
vera meðal forgangsverkefna Fagráðs í hrossarækL Sem fyrst ætti að gera rannsóknar- og
þróunaráætlun fyrir verkefnið og tryggja íjármuni til þess. Þá má nefha að flestir þeir
eiginleikar sem varða fijósemi og kynstaifsemi íslenskra hrossa eru lítt rannsakaðir og er
ástæða til að hvetja nemendur í búfræði, búvísindum og dýralækningum til að huga meira að
því sviði við val á námsverkefnum. Samfara auknu ræktunarstarfi eykst skráning og skýrslu-
hald, ný rannsóknartæki eru komin til sögunnnar og bæði gagnasöfnun og úrvinnsla er
auðveldari en áður. Margvísleg fagleg þekking er tiltæk um fijósemi nautgripa og sauðfjár hér
á landi og sæðingarstarfsemi fyrir þessar búfjártegundir er á traustum grunni. Nú hlýtur að vera
orðið tímabært að gefa hrossunum meiri gaum.
RITAÐAR HEIMILDIR UM FRJÓSEMI, KYNSTARFSEMIOG SÆÐINGAR ÍSLENSKRA HROSSA
Ágúst Sigurðsson & Þorvaldur Árnason (1990). Skyldleikarækt og áhrif hennar á fijósemi hjá Kirkjubæjar-
hrossum. Búvísindi 3: 89-100.
Gunnar Örn Guðmundsson (1989). Tilraunir með hrossasæðingar. Tilraunaskýrsla 1988. Fjölrít Bœnda-
skólans á Hvanneyrí nr. 59:10-11.
Gunnar Örn Guðmundsson (1993). Equine artificial insemination in Iceland (Sæðingar hrossa á íslandi).
Horse Breeding and Production in Cold Climatic Regions, Reykjavík, 11.-13. ágúst 1993. Fjölrit, 1 bls.
Helgi Sigurðsson (1989). Hestaheilsa. Útg. Eiðfaxi, Reykjavík, 182 bls.
Hclgi Sigurðsson (1990). Meðganga. Eiöfaxi5: 6-7.
Kristinn Hugason (1983). Könnun á fijósemi og skyldum þáttum í íslenska hrossastofninum. B.Sc. ritgerö,
Búvísindadeild Bœndaskólans á Hvanneyrí, 61 bls.