Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 180
172
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Eigið umhverfl: sérkenni og efniviður
Auður Sveinsdóttir
landslagsarkitekt
Gengið er út frá eftirfarandi meginforsendum:
A. Að náttúru- og umhverfisvemd séu undirstaða þess að ferðaþjónusta eigi framtíð
fyrir sér á íslandi.
B. Að sérhver sveit hefur sín séreinkenni.
Til þess að hægt sé að ná þessum meginforsendum þarf að spyija sig þeirrar spumingar,
hvað það sé sem ferðamaðurinn sækist eftir:
- Kyrrð / fámenni.
- Upplifun í tengslum við náttúmna (náttúrufegurð).
- Saga landsins, myndun og mótun (náttúmminjar).
- Sagan (búsetan, menningin).
- Sérstaða hinna mismunandi staða.
- Tengsl við búskap (dýr).
- Dægradvöl (aðra en þá sem fæst í þéttbýlinu).
Þetta em nokkrir þeir þættir, sem þarf að hafa í huga þegar athugaðir era möguleikar
hvers staðar fyrir sig og hvað það er sem stendur til boða?
Þá er oft auðvelt að "leita langt yfir skammt", því oft geta hin minnstu smáatriði í
næmmhverfinu verið mikilvæg og haft mikla þýðingu sem hluti af "aðdráttarafli" staðarins.
Það er brýnt að reyna að kortleggja áhugaverða þætti í nánasta umhverfi, jafnffamt því
að reyna að gera sér grein fyir hvað það er sem er áhugavert.
Sem dærni má nefna:
- Merktar gönguleiðir þar sem em skýringar og frásagnir á helstu kennileitum, sögu,
þjóðsögum, ásamt kortum, bæklingum, myndum er skýra þetta nánar.
- Fallegt umhverfi, fallegar, snyrtilegar byggingar sem kalla ffam tilfinningu til
sveitarinnar, sérkenni staðarins. Þó ekki sé um torfbæi, gamlar hleðslur eða
gamlar rrúnjar að ræða, - er margt annað sem er áhugavert. Það getur þess vegna
verið ný bygging sem er vel aðlöguð staðnum.
- Sérstakar minjar, útihús, tóftarbrot e-ð sem segir ffá búsetunni og "lífsbaráttunni",
jafnvel gömul tæki sem era í notkun.
- Dægradvöl fyrir hina ýmsu aldurshópa. "Ævintýrasvæði", ratleikur, fræðslustígur,
sögustígur, sólbaðslaut, lækurinn, fossinn, fjaran, fallegir steinar, votlendið og
fuglamir, mismunandi gróðursvæði, álfabyggðir, tröllaklettar o.s.frv. Leiksvæði