Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Side 2
2 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir Ríkið þarf að greiða bætur Mannréttindadómstóll Evrópu úr- skurðaði á fimmtudag að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni þegar þeir voru dæmdir í skilorðs- bundið fangelsi fyrir fjórum árum. Dómurinn var kveðinn upp vegna skattalagabrota í rekstri Baugs og fjárfestingarfélagsins Gaums en áður höfðu Jón Ásgeir og Tryggvi þurft að greiða sekt vegna þessara sömu brota. Taldi Mannréttindadómstóll- inn málið brjóta gegn banni við endurtekinni málsmeðferð. Ís- lenska ríkið var dæmt til þess að greiða Jóni Ásgeiri og Tryggva 5.000 evrur hvorum í skaðabætur auk 15.000 evra í málskostnað. Dýrara að spila í Víkingalottóinu Samkvæmt sameiginlegri ákvörðun aðildarþjóða Víkinga- lottós verða gerðar breytingar á lottóinu sem miða að því að gera leikinn einfaldari. Verð fyrir hverja röð mun hækka úr 80 krónum í 100 krónur en að sama skapi munu vinningslíkur hækka. Frá og með 18. maí verða áfram dregnar út sex aðaltölur af 48 en ofurtalan og bónustölurnar víkja fyrir svo- kallaðri Víkingatölu. Þær eru frá einum og upp í átta og er ein Vík- ingatala valin með hverri röð. Þetta þýðir að ofurpotturinn svokallaði heyrir nú sögunni til en fyrsti vinningur, fyrir sex rétt- ar tölur og Víkingatölu, hækkar í grunninn og ætti að ganga oftar út en áður. Þá er tryggt að fyrsti vinningur verði aldrei lægri en þrjár milljónir evra, jafngildi um 340 milljóna króna. Í tilkynningu frá Getspá kemur fram að nú verði einnig veittir vinningar fyrir þrjár réttar tölur sem mun fjölga vinningshöfum í hverri viku. Loks verður gerð sú veigamikla breyting að vinningshlutfallið hækkar úr 40% í 45% þannig að heildarfjárhæð vinninga hækkar. Aðventistar uggandi yfir komu norskra hjóna A ðventistakirkjan á Íslandi er sögð loga í deilum vegna komu norsku hjónanna Abel og Bente Struksnes, aðventista sem aðhyllast bókstafstrú, til landsins. Frjáls- lyndari aðventistar telja að boð- skapur þeirra sé hatursfullur og öfgafullur. Hjónin hafa gefið út á Ís- landi bækling þar sem kaþólska kirkjan er sögð stefna á heimsyfirráð í samkrulli með Evrópusambandinu. Aftast í bæklingnum er lesendum vísað á heimasíðu Walters Veith, suðurafrísks aðventista, sem hefur verið bannað að halda erindi hjá að- ventistum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss vegna gyðingahaturs. Óþægilegt fyrir kirkjuna Eric Guðmundsson, prestur að- ventista í Reykjavík, segir í samtali við DV að það sé rétt að koma hjón- anna til landsins setji söfnuðinn í erfiða stöðu. Þau séu vissulega að- ventistar en þar með sagt þýði það ekki að boðskapurinn sé ís- lenska söfnuðinum að skapi. Hann segir að þau séu ekki hér á landi á vegum íslensku kirkjunnar. Heim- ildir DV innan kirkjunnar herma þó að íhaldssamari armur aðventista hafi komið að undirbúningi og fram- kvæmd herferðar þeirra hér á landi. „Þetta hefur allt farið afskaplega friðsamlega fram. Abel Struksnes rekur í Noregi boðunarátak á eigin vegum. Deilurnar snúast aðallega um að hann sé að gefa út þessi rit án sam- þykkis eða vitundar kirkjunnar á Ís- landi. Svo þetta getur komið svolítið óþægilega út fyrir okkur, því við vitum ekkert hvað stendur í þessu riti. Hann er á sama tíma að auglýsa bækur sem við gefum út og þess vegna tengist þetta í augum fólks,“ segir Eric. Gavin Anthony, formaður kirkj- unnar, segir í skriflegu svari til DV að heimsókn Abel Struksnes og dreifing hans á fyrrnefndu riti sé án vitneskju og samþykkis kirkjunnar. Varar við heimsyfir- ráðum kaþólikka Umrætt rit Struksnes-hjónanna heit- ir 2017 – 500 árum eftir Lúter og er 40 blaðsíður á lengd. Ritið hefst á því að farið er yfir sögu mótmælendatrúar og Marteins Lúters en fljótt fer það að snúast um hinnar ýmsu samsær- iskenningar um kaþólsku kirkjuna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar. „Við megum ekki gleyma því að kaþólska kirkjan sækist eftir að verða alheimsleg stofnun. Hún sækist eftir veraldlegu valdi. Það voru kaþólikkar sem stofnuðu ESB og það er Vatíkanið sem er á bak við hugmyndina að hinni nýju heims- skipan (New World Order),“ segir í ritinu. Á vef Boðunarkirkjunnar má sjá að Abel Struksnes var gestapredikari þar þann 13. maí síðastliðinn. Á vefn- um kemur fram að umrætt rit megi nálgast hjá kirkjunni. Boðunarkirkj- an er klofningssöfnuður frá Að- ventistakirkjunni sem fylgdi Stein- þóri Þórðarsyni eftir hann sagði skilið við kirkjuna fyrir aldamót. Guðfræði hópsins er innan ramma aðventista. Deilt um vígslu kvenna Heimildir DV innan kirkjunnar herma að vígsla kvenna til prests sé jafn- framt mikið hitamál innan kirkjunn- ar. Þar takist á sömu fylkingar og í máli norsku hjónanna. Misjafnt er eftir löndum hvort aðventistakirkjur vígi konur til prests. Vígsla kvenna hefur verið hitamál innan kirkjunnar á al- þjóðavísu. Þau lönd sem Ísland ber sig helst saman við, svo sem Danmörk, Þýskaland og Holland, hafa tekið þá stefnu að vígja konur. Gavin Anthony segir að kirkjan styðji að konur taki að sér leiðtogahlutverk innan kirkjunnar, þar með talið sem prestar. Hann segir mikilvægt að kirkjan sé í takt við menningu landsins svo lengi sem það sé í samræmi við lögmál guðs. n n Norskur öfgamaður dreifir bæklingi í óþökk Aðventistakirkjunnar Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Samsæri Abel Struksnes telur kaþólsku kirkjuna stefna á heimsyfirráð. Aðventistakirkjan Aðventistar skipast í fylkingar vegna komu norskra hjóna til Íslands. Formaður aðventistar Gavin Anthony segir heimsókn Struknes vera án vitneskju og samþykkis kirkjunnar.„Það voru kaþólikkar sem stofnuðu ESB og það er Vatíkanið sem er á bak við hugmyndina að hinni nýju heimsskipan. Þ eim fækkar hratt á Íslandi sem búa í eigin fasteignum ef marka má nýja könnun Íbúðalánasjóðs sem fram- kvæmd var í apríl. Samkvæmt niðurstöðum hennar sögðust 70,1 prósent eiga húsnæðið sem þeir búa. Þetta er talsverð fækkun mið- að við sambærilegar kannanir sem framkvæmdar voru árin 2008 og 2013; 2008 sögðust 77,6 prósent svarenda eiga húsnæðið sem þeir búa í og 73,2 prósent árið 2013. Þá var spurt út í viðhorf fólks til leigumarkaðarins og þeim fjölgar mjög sem segjast telja óhagstætt að vera á leigumarkaði. Árið 2011 töldu 55,4 prósent aðspurðra að óhagstætt væri að vera á leigumarkaði, en hlut- fallið er nú 92,7 prósent. Þá sögðust 15 prósent Íslendinga hugleiða að kaupa fasteign á næstu tólf mánuð- um og virðist engu máli skipta þegar litið er til eigna- eða skuldastöðu. Fólk virðist leggja á það áherslu að komast inn á fasteignamarkaðinn þrátt fyrir þær verðhækkanir sem hafa dunið yfir á síðustu misserum. Í tilkynningu sem Íbúðalána- sjóður sendi frá sér vegna könnunarinnar kemur þó fram að vandséð er hvernig stór hluti þessa fólks muni geta keypt. „Mikil kaup- máttaraukning og meiri sparnað- ur íslenskra heimila dugir ekki til þegar fólk vill eignast íbúð, þar sem methækkun þessara tveggja mælikvarða á velmegun fólks er þó sýnu minni en hækkun fasteignar- verðs.“n Fasteignaeigendum fækkar Flestir vilja samt komast inn á fasteignamarkaðinn Húsnæði Sjö af hverjum tíu sögðust eiga fasteignirnar sem þeir búa í. Þetta er minna hlutfall en árið 2008. MynD Sigtryggur Ari Sól og sumar um helgina Það verður bjart á suðvesturhorni landsins á laugardag og gæti hit- inn farið í allt að sautján stig sam- kvæmt spá Veðurstofu Íslands. Léttskýjað verður um mestallt land á laugardag en þó eru líkur á þokubökkum við austurströndina. Hiti verður 7 til 17 stig. Aðeins mun draga fyrir sólu á sunnudag en þó verður bjart norðan og vestan til, en annars skýjað. Hiti breytist lítið á sunnu- dag. Þá spáir Veðurstofan ágætis veðri í næstu viku; milt verður í veðri og bjart víða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.