Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Page 43
23Helgarblað 19.–22. maí 2017 fólk - viðtal Tekst á við nýtt ævintýri í annars konar drykkju. Það eru líka önnur efni komin inn í skemmtana- lífið, aðallega örvandi efni með til- heyrandi böli.“ Hefur hópurinn sem kemur á Vog breyst í gegnum árin? „Já, talsvert mikið en sjúklinga- hópurinn hefur ekki minnkað. Áður fengum við aðallega karlmenn á aldr- inum 30–45 ára, en þeim hefur fækk- að, en meira er af ungu fólki og kon- um.“ Er prógrammið í aðalatriðum alltaf eins? „Nei, guð minn almáttugur! Þetta vandamál er þannig að það er alveg óskiljanlegt ef horft er á það utan frá. Það er svo breytilegt og erfitt að koma auga á samhengið. En þegar horft er á það innan frá þá sést að fólkið á það sameiginlegt að það getur ekki stoppað og notar fíkni- efni stjórnlaust. Þegar fólk er komið saman í hóp og strákurinn segir frá því að hann hafi farið í veskið hennar ömmu sinnar og tekið peninga fyrir hassinu eða grasinu þá segir konan sem er háð pillunum: Nú kannast ég við það sem þú ert að tala um. Svo er rætt um það hvernig er að vinna sig upp og horfast í augu við þá stað- reynd að maður er búinn að gera alls konar hluti sem manni eru ekki eig- inlegir.“ Stundum er sagt að öl sé innri maður, er það ekki þín reynsla? „Það fer allt það mannlega af einstaklingnum við drykkjuna, það er ekki hans innri maður sem kemur þá í ljós heldur allt annar maður. Svo gerist það að manneskjan verður magnlaus og hættir að hafa getuna til að sporna við eigin drykkju og ræður því ekki sjálf hvenær hún byrjar að drekka. Það þarf mikið átak til að rísa upp og horfast í augu við að svona sé komið fyrir manni. Síðan er misjafnt hvað fólk þarf til að geta hætt. Allir þurfa að breyta um lífsstíl, viðhorf og hugsunarhátt, en það er svo misjafnt hvað þarf til að svo geti orðið. Þess vegna þarf „Það fer allt það mannlega af einstaklingnum við drykkjuna, það er ekki hans innri maður sem kem- ur þá í ljós heldur allt annar maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.