Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Page 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 28. júlí 2017 Þ egar Bryndís samþykkti að koma í viðtal tók hún fram að hún nennti ekki að endurtaka sig og tala um hluti sem hún hefði margoft rætt um: „Mér finnst ég alltaf vera spurð sömu spurninganna.“ Viðtalið hefst því á spurningu um lífið í dag og hvers vegna þau hjón kjósi að búa hluta árs í litlu þorpi á Spáni. „Þetta var gamall draumur,“ segir Bryndís. Ég hafði mikinn áhuga á latínu í menntaskóla og stóð mig vel í frönsku líka, sem er latneskt mál. Seinna tók ég há- skólapróf í báðum þessum tungu- málum. Ítölsku lærði ég af því að vinna í fimm sumur sem leið- sögumaður fyrir Ingólf í Útsýn á Ítalíu. Svo kom að því, mörgum árum seinna, að maðurinn minn varð sendiherra í Bandaríkjunum, þar sem við áttum fimm góð ár. Vegna starfa hans kynntumst við Suð- ur-Ameríku. Það var í fyrsta sinn, sem ég var í löndum, þar sem ég gat ekki tjáð mig á máli heima- manna. Mér fannst það óþægi- legt svo ég ákvað að gera eitthvað í málinu. Fann mér argentínsk- an kennara, unga kvikmynda- gerðarkonu, Andreu, sem kenndi mér málfræði í stofunni sinni, og þegar ég útskrifaðist frá henni, gat ég sótt tíma í George Washington- háskólanum. Þegar við fluttum svo til Helsinki hélt ég náminu áfram í háskólanum þar. Sat með tán- ingsstelpum í tímum og reyndi hvað ég gat að verða unglingur á ný. Gaman. Eftir átta ár í útlöndum urðum við Jón Baldvin frjáls á ný – og þá var komið að því að láta draum minn rætast og kynnast Spáni – Bryndís Schram skiptir tíma sínum milli Íslands og Spánar þar sem hún er að læra flamenco. Hún segir síðustu ár hafa verið eins og ævintýri. Kolbrún Berg- þórsdóttir hitti Bryndísi og forvitnaðist um hið nýja líf hennar - og að sjálfsögðu kom pólitíkin einnig til tals. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt„Pólitík dagsins snýst um óbreytt ástand. Það gengur ekki. Það þarf róttækar breytingar. Við þurfum að byrja upp á nýtt.Kolbrún Bergþórsdóttirkolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.