Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 26
2 Verslunarmannahelgin Helgarblað 28. júlí 2017KYNNINGARBLAÐ Þetta er ein stærsta vímuefnalausa hátíðin á landinu um verslun- armannahelgina og er orðin gríðarlega vinsæl,“ segir Ögmundur Ísak Ögmunds- son, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. „Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1992 og stækkar með hverju árinu. Við bjóðum upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds, bæði fasta liði og nýja. Og við erum með sérstaka dagskrá fyrir unglingana öll kvöldin.“ Fjöldi viðburða, skemmtiatriða og fyrirlestra. Boðið er upp á fjölda við- burða og skemmtiatriða og ættu allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Á föstudagskvöldinu eru flottir tónleikar, en þá stíga bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir á stokk. Á laugardag er Brúðuleikhúsið Íslenski fíllinn með sýningu, sem Bernd Ogrodnik sér um og sama dag mætir leikarinn Björgvin Franz Gíslason og Bíbí. Sveitaball fyrir alla fjöl- skylduna er einnig á laugar- dagskvöldinu. Á sunnudag er poppguðs- þjónusta í boði fyrir alla fjölskylduna og Hæfileikasýn- ing barnanna, sem öll börn geta tekið þátt í og þarna hafa margir stigið sín fyrstu skref á sviði. Á sunnudag fara Sæludagaleikarnir líka fram, þar er keppt í ýmsum grein- um eins og sterkasta Vatna- skógarvíkingnum og frjálsum íþróttagreinum og einnig er boðið upp á Wipeout-braut, þar sem leysa þarf alls konar þrautir til að komast í gegnum brautina. Og á sunnudags- kvöld er brekkusöngur og varðeldur, sem hefur fest sig í sessi á hátíðinni og hafa ýmsir einstaklingar í hópi gesta séð um að skemmta. Jafnframt er boðið upp á fimm fræðslu- stundir, sem nokkrir einstak- lingar sjá um, meðal annars þau Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, og séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir í Árbæjarkirkju og Erla Björg Káradóttir markþjálfi. Fastir liðir á sínum stað „Það er hoppukastalaþorp fyrir börnin og bátar til út- láns án endurgjalds. Fastir liðir, eins og Vatnafjör eru á sínum stað. Tuðrudráttur um Eyrarvatn, koddaslagur og vatnatrampólín úti á vatni. Glæný ískjakarennibraut verður vígð á hátíðinni.Leitin að gáfuðustu fjölskyldunni er líka á sínum stað, þá er spurningablaði svarað og svo valinn vinningshafi. Kvöldvökur eru öll kvöldin,“ segir Ögmundur. Vænlegur kostur fyrir fjöl- skylduna „Sæludagar er góður val- kostur fyrir fjölskylduna,“ segir Ögmundur. Það eru margir sem koma á hverju ári, maður sér margar af sömu fjölskyldunum ár eftir ár. Undanfarin ár hafa samt komið inn ný andlit líka sem er rosalega skemmtilegt. Hér myndast góð stemning og góður andi. Allir eru vel- komnir á Sæludaga.“ Vinsæll og vænlegur val- kostur fyrir fjölskylduna SæLUDAGAr Í VATnASKóGi UM VErSLUnArMAnnAHELGinA Mýrarboltinn er haldinn núna í ár með pomp og prakt í fjórtánda skiptið um verslun- armannahelgina. Undanfarið hafa leikar farið fram á Ísa- firði en í ár verður Mýrarbolt- inn haldinn í hinum fallega bæ Bolungarvík. „Vellirnir í Bolungarvík eru miklu betri en á Ísafirði og hér verður allt til alls á sama svæðinu. Þarna verða tilbúnir tveir vel drullugir vellir og hægt er að bæta þeim þriðja við ef liðafjöldinn eykst verulega á næstu dögum. Svo er sund- laugin hér stutt frá, veitinga- staðurinn rétt við hliðina og böllin eru haldin í næsta húsi. Þetta getur ekki klikkað,“ segir Benni Sigurðsson, eða Benni Sig eins og hann er yfirleitt kallaður. Rússneskt lið „Stærsta Mýrarboltahátíð- in var árið 2014 þegar 130 lið tóku þátt. Í fyrra voru aðeins færri lið en þá var veðurspáin ekki upp á marga fiska. Það hefur kannski haft einhver áhrif. Svo kom bara á daginn að sólin lét sjá sig og það varð algjör veður- blíða. Það má reyndar segja að það hefur yfirleitt verið gott veður á Mýrarboltan- um, svona án gríns, þó svo það sé alls ekkert ómögu- legt að spila Mýrarbolta í vondu veðri,“ segir Benni. Það eru þónokkur lið búin að skrá sig á Mýrarboltann í ár og mun liðum væntanlega fjölga þegar líður á næstu viku. „Það eru annars sex erlend lið búin að skrá sig á mótið nú í ár og hafa erlendu liðin aldrei verið fleiri. Meðal þeirra er rússneskt lið sem segist ætla að sigra leikana. Ég veit ekki með það enda erum við Íslendingar mjög keppnisglatt fólk. Við verðum bara að sjá hvað setur, hvort rússinn hafi þetta, íslenskt lið eða eitthvað annað. Svo má nefna að íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta hefur verið boðið að taka þátt,“ segir Benni vongóður um þátttöku stelpnanna. En er eitthvað gaman að spila boltaleik í drullusvaði? „Það er drullugaman að spila mýrarbolta, en það er líka ógeðslega erfitt. All- ar snögghreyfingar verða miklu hægari og sleip mýrin hindrar mann mjög. Maður er alveg búinn eftir tvær mínútur. Sjálfur er ég mara- þonhlaupari og hver leikur í Mýrarboltanum er mér mjög erfiður. En það er fátt jafn- skemmtilegt. Þó svo þetta sé erfið íþrótt þá er hún að sjálfsögðu fyrir alla. Þau lið sem hafa tekið þátt síðustu ár hafa mörg hver verið mjög skrautleg og eru margir sem klæða sig upp í ýmiss kon- ar búninga. Svo fara allir í sund til þess að þrífa af sér drulluna og gera sig klára fyrir ballið um kvöldið,“ segir Benni. Fjögur böll „Það eru nokkrir þekktir tónlistarmenn sem koma fram á Mýrarboltaböllunum föstudag til sunnudags. Þar má nefna hinn gífurlega kyn- þokkafulla Helga Björns, sem sver sig alveg inn í hátíðina, enda eru allir alveg ótrúlega sexí í drullunni,“ segir Benni og hlær. Þær hljómsveitir sem spila fyrir dansi eru SS- Sól með Helga Björns í fram- línunni, Páll óskar og MC Gauti. Svo spilar Ögurballs- bandið sem samanstendur af heimafólki fyrir dansi á föstudagskvöldinu,“ segir Benni. Því má gera ráð fyrir gífurlega góðri stemningu á Mýrarboltanum í ár og fátt annað að gera en að skrá eitt lið eða svo til leika. Mýrarboltinn er haldinn um verslunarmannahelgina í Bolungavík. Dagskrá og upplýsingar má nálgast á vefsíðu Mýrarboltans, myrarbolti.com eða á Face- book-síðunni. Hægt er að kaupa keppnisarmbönd og ballarmbönd á www.tix.is Skráðu liðið á myrarbolti@ myrarbolti.com Vel drullugt á Mýrarboltanum rúSSnESKT Lið SEGiST æTLA TAKA ÞETTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.