Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Qupperneq 34
En hver er þessi gyðja? Við spurð- um hana nokkurra spurninga til að kynnast henni betur. Fullt nafn: Sigrún Lilja Gyðja Guð- jónsdóttir. Aldur: 35 ára. Sambandstatus: Trúlofuð æskuástinni minni, Reyni Daða. Börn: Tvær Siberian husky-fjórfætlur, þær Ísey og Skriða. Augnlitur: Grænn, brúnn, gulur. Fer eftir því hvernig skapi ég er í. Uppáhaldsmatur: Oh, ég bara elska góða pizzu, fátt sem toppar eina með pepperoni, extraosti, ananas, rjómaosti og jafnvel jalapeno, en þessa dagana bý ég til minn eigin lágkolvetnabotn þar sem ég er alveg sykurlaus heilsunnar vegna. Fyrirmynd: Amal Clooney sem er rosalega flott og öflug kona og höfðar mikið til mín, hún er mannréttindalögfræðingur sem notar krafta sína til góðs og svo er George Clooney líka svo heppinn að vera maðurinn hennar. Angel- ina Jolie þykir mér líka vera flott að nýta frægð sína til öflugs starfs í góðgerðarmálum, en hún er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og vinnur fyrir hag flóttafólks. Hún virðist vera í þessu af alvöru, en ekki bara til að vera tengd einhverju góðgerðarmáli eins og svo margar stjörnur gera fyrir ímynd sína. Heilsa, líkamsrækt og mataræði: Mér finnst gríðarlega hressandi að fara út að hlaupa og reyni að gera það 2-3 sinnum í viku með voffadömunum mínum. Það er svo yndislegt að njóta náttúrunnar og hreyfa sig í leiðinni. Ég reyni einnig að komast í ræktina reglulega til að móta kroppinn, en á sumrin æfi ég meira úti. Ég er á lágkolvetna- og sykurlausu fæði og leyfi mér lítið sem hækkar blóðsyk- urinn. Það hentar mér mjög vel, bætti heilsu mína og bætir líðanina þegar öll sykurþörfin fer og slenið sem sykrinum fylgir. Uppáhaldsfegrunarráð: Það er erfitt að velja eitt en ætli ég þurfi ekki að nefna dermorúlluna. Dermórúllan er alveg magnað tæki fyrir „gerðu-það- sjálf “- fegurðarmeðferð heima fyrir. Ég nota hana 1-2 sinnum í viku fyrir svefninn og rúlla andlitið vel. Með því er ég að gata húðina með örlitlum götum sem ekki sjást, en það neyðir húðina til að endurnýja sig hraðar með þeim afleiðingum að maður ljómar á eftir. Þetta dregur úr hrukk- um, fínum línum, rósroða og hjálpar vandamálahúð. Maður sér strax mun á sér daginn eftir. Þetta er án efa uppáhalds og geri ég þetta alltaf daginn áður en ég fer í myndatökur eða á mikilvæga viðburði. Besta bíómynd: Notting Hill kemur fyrst upp, en Pretty Woman fylgir þar fast á eftir. Uppáhaldsþættir: Friends verða alltaf í algjöru uppáhaldi. Mamma segir stundum að þetta sé eins og einhver einhverfa hjá mér, ég hef þetta oft á þegar ég er að dúlla mér heima og sofna jafnvel út frá Friends á kvöldin. Það er eitthvað við þættina sem léttir lundina og lætur mér líða þannig að sama hvað gangi á verði alltaf allt í lagi að lokum. Uppáhaldsbókin: Ég er háð hljóðbók- um og þá eru þær oft markaðs- eða viðskiptalegs eðlis með svona inn- blástursívafi. Ég hlusta á þær þegar ég æfi, keyri og við hin ýmsu tækifæri og það er erfitt að velja einhverja eina. Núna er ég til dæmis að hlusta á bók sem heitir The 10x Rule, the only difference between success and failure eftir Grant Cardone og hún er frábær. Plön þín á næstu misserum: Ég hef haft það að markmiði undanfarið að einfalda líf mitt. Því er ég að einfalda reksturinn minn til muna og fara að einbeita mér að því sem hjarta mitt vill, sem er að skapa, en í dag rek ég til dæmis vinsæla verslun ásamt ýmsu öðru. Ég er með um 30 nýjar vörur sem bíða eftir að verða að veruleika og hafa þurft að bíða vegna anna hjá mér. Nú breytist það vonandi og ég er gríðarlega spennt. Sumarið fer því í að undirbúa þetta nýja líf mitt. Í haust fer ég svo með hóp kvenna í Empower Women-upp- byggingarferð á skemmtiferðaskip í Karíbahafinu. Bókanir standa nú yfir og ganga vel en ferðin snýst um að þátttakendur byggi upp sjálfstraustið og fylgi draumum sínum eftir með dekur- og lúxusívafi í góðum hópi kvenna. Það gerist varla betra. Uppáhaldsstaður sem þú hefur ferðast til: Suður- Frakkland er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég vil slaka á og njóta í rólegheitunum. Mér líður líka alltaf voða vel í Los Angeles í Bandaríkun- um, svolítið eins og maður sé heima, nema bara í betra veðri. Ertu með opið Snapchat: Já, snappið mitt er: theworldofgydja. Ertu með Instagram og/eða opið Facebook: Já, Instagrammið mitt er: theworldofgydja og opna Facebook- síðan mín er undir Sigrun Lilja Gydja Gudjonsdottir. Hverju mega lesendur Birtu búast við frá þér: Eitt af mínum mark- miðum er að hvetja fólk áfram í því að fylgja draumum sínum. Því munu pistlarnir mikið snúast um hvatningu og góð ráð um allt milli himins og jarðar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessari nýju áskorun og veit að þetta verður skemmtilegt og ef það nýtist einhverjum þarna úti, er ég sátt. „Draumarnir rætast hver af öðrum“ Sigrún Lilja Gyðja setur markið og draumana hátt Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir, oft kölluð Gyðjan sem má rekja til hönnunarmerkis hennar Gyðja Collection, mun vera með reglulega pistla í Birtu. Þar mun hún deila með lesendum innblæstri sínum, daglegu lífi sínu ásamt því að gefa góð ráð og svara spurningum lesenda um allt frá því hvernig koma megi viðskipta- hugmynd í framkvæmd til hinna ýmsu ráða tengdum heilsu og mataræði. Fyrir þá sem vilja hleypa út sinni innri Gyðju munu hugmyndir um hvernig megi huga vel að heilbrigðu útliti slæðast inn á milli líka. ÆSkuáStin Sigrún Lilja og Reynir Daði eru trúlofuð. Veröld Gyðju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.