Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 47
Verslunarmannahelgin 3Helgarblað 28. júlí 2017 KYNNINGARBLAÐ Innipúkinn verður haldinn 16. árið í röð núna um verslunarmannahelgina, 5.-6. ágúst. „Í upphafi var Innipúkinn stofnaður af Grími Atlasyni, Dr. Gunna og fleiri góðum og var hann haldinn í Viðey. Hugsunin var sú að halda tónlistarhátíð sem mótvægisaðgerð gegn útihátíðum landsins,“ segir Ásgeir Guðmundsson sem er umsjónarmaður Inni- púkans í ár ásamt Steindóri Helga Arnsteinssyni og Eldari Ástþórssyni. „Enn þann dag í dag er þetta eina tónlistarhá- tíðin sem heita má af öllum þessum úti- og fylliríshátíðum sem haldnar eru ár hvert um Verslunarmannahelgina um allt land á rafmagnslausum og rigningarblautum tjald- svæðum.“ Innipúkinn er, eins og nafnið gefur til kynna, svolítill púki. Hann getur verið dálítið hrokafullur og kaldhæðinn og leyfir sér að segja hluti sem geta farið fyrir brjóstið á fólki. „Þegar við förum að skipuleggja Innipúk- ann í apríl kemur smápúki í okkur alla. Þá leyfum við okkur þá skammarlaust að lasta allar þessar fylliríshátíðir úti á landi. Við meinum auðvitað ekkert með þessu. Þetta er bara púkinn sem talar,“ segir Ásgeir og hlær. Hverjir eru þessir Innipúkar? „Innipúkinn hefur ekkert á móti því að fara út á land. Hann vill bara ekki ferðast á sama tíma og allir aðrir eru að ferðast. Honum þykir það ekki fýsilegt að fara út í nátt- úruna þegar þar finnst enginn friður. Þess vegna er versl- unarmannahelgin úti á landi ekki eitthvað sem Innipúkinn tekur þátt í. Frekar vill hann vera í borginni þar sem ró er og friður og þar sem hægt er að setjast niður. Innipúkinn vill ekki gista í tjaldi á harðri og blautri jörð með pissulykt í loftinu og drekka hland- volgan bjór úr poka. Hann vill geta sest á barinn og fengið sér einn ískaldan í glerglasi, hlustað á alvörutónlist flutta af ekta tónlistarmönnum í gæðahljóðkerfi. Svo vill hann geta farið heim til sín og sofið í eigin rúmi,“ segir Ásgeir. Konur í framlínunni Það hefur borið á að konur séu í minnihluta þegar kemur að tónlistarhátíðum á Íslandi og þetta virðist alltaf koma tónleikahöldurum jafnmikið á óvart. Ásgeir bendir á að þeir hafi aldrei átt í neinum vandræðum með kynjakvót- ann hvað varðar tónlistar- flytjendur á Innipúkanum. „Við höfum aldrei farið í skipulagið með sérstakan kynjakvóta í huga. Hann kemur bara frá náttúrunnar hendi þegar við förum saman í gegnum alla þá tónlistarmenn og -konur sem okkur finnst vera að gera góða hluti. Það hefur aldrei hallað á konur hjá Innipúk- anum og í ár eru konur í framlínunni meira að segja í meirihluta,“ segir Ásgeir. Brekkusöngur á Innipúkanum? Innipúkinn verður í Naustinu í miðbæ Reykjavíkur þetta árið eins og síðustu þrjú ár, og þá inni á skemmtistöðunum Húrra og Gauk á Stöng. Þá verða í boði tvö svið þar sem má sjá rjómann af íslensku tónlistarfólki flytja frábæra tónlist. Um er að ræða um 24 hljómsveitir sem þenja hljóðfæri sín þrjú kvöld í röð, föstudag, laugardag og sunnudag. „Svo er vert að minnast á hið þversagna- kennda útisvæði Innipúkans. Gatan fyrir framan staðina tvo er þá tyrfð eins og venja hefur verið síðustu ár. Það er helst gert fyrir þá sem sakna þess að hafa mjúkt gras undir fótum og geta ekki verið án grasilms og brekku- söngsstemningarinnar. Þarna myndast alltaf skemmtileg stemning innan um markaði, matarbíla og útitónleika og er svæðið opið öllum gestum og gangandi. Ástæðunum fyrir því það að fara út á land um verslunarmannahelgina fer því sífellt fækkandi. Á útisvæði Innipúkans verður þó ekki leyft að tjalda enda myndu tjald- hælarnir duga skammt þegar kemur að hörðu malbikinu,“ segir Ásgeir. Það eru allir á Innipúkanum Á Innipúkanum kennir ýmissa grasa eins og undanfarin ár. Tónlistaratriðin eru gífurlega fjölbreytt og má þar finna alla þá tónlistargeira sem hugur- inn girnist. Ásamt því að vera með risa í íslensku tónlistar- lífi þá fær grasrótin einnig að spretta eins og malbikið fyrir framan skemmtistað- ina. Tónlistarunnendur geta hlýtt á allt frá þungarokki, Dimmu, rappandi Rottweiler- hundum og trylltri raftónlist, frá FM Belfast yfir í léttasta gítarpopp Jóns Jónssonar og yndismjúkt indí frá Sól- eyju. „Við vorum að bæta tveimur nýjum atriðum núna við dagskrána. Það eru XXX Rottweilerhundar og Joey Christ sem er sólónafn Jóhanns Kristófers í Sturlu Atlas,“ segir Ásgeir. Sú hefð hefur myndast á Innipúkan- um að taka eina goðsögn úr íslensku tónlistarlífi og stefna saman við eitthvað ungt, ferskt og móðins tónlistarfólk. Þannig var Megasi skeytt saman við Grísalappalísu, Jakob Frímann kom fram með Amabadama, Boogie Trouble og Helgi Björns brilleruðu í fyrra og í ár mun Sigga Beinteins og unga ballhljómsveitin Beibies draga alla púka út á dansgólfið. Dagskrá yfir tónlistaratriði á Innipúkanum má nálgast á vefsíðu Innipúkans, innipukinn. is og á Facebook-síðunni. Kommúnísk hátíð Stemningin á Innipúkanum er einstök hvað varðar tónlistar- og útihátíðir og má segja að það sé svolítill hippafílíngur á hátíðinni, eins og Ásgeir orðar það. „Við sem skipuleggjum Innipúkann gerum það sem ástríðuverkefni í okkar eigin frístundum. Það sem er svo sérstakt við þessa hátíð er að hún er ekki rekin í hagn- aðarskyni eins og flestar hátíðir, þó svo það komi alltaf inn einhverjir peningar. Þeim hagnaði er þá skipt hnífjafnt á milli þeirra tónlistamanna sem koma fram á hátíðinni, burtséð frá því hversu frægir eða óþekktir þeir eru. Því er hátíðin eign þeirra listamanna sem koma fram hverju sinni.“ Um að gera að næla sér í miða Það hefur selst upp flest árin sem Innipúkinn hefur verið haldinn. Bæði má fjárfesta í helgararmböndum fyrir alla hátíðina á tix.is eða í dag- spassa fyrir hvert kvöld fyrir sig. Þá eru armböndin sótt í Naustið fyrir hátíðina. „Oft er eitthvað eftir af dag- spössum eða armböndum sem seld eru þá við dyrnar yfir hátíðina. En síðustu ár hefur allt selst upp þegar líður á hátíðina og við höfum þurft að vísa fólki frá, sem er auðvitað mjög leiðinlegt. Því viljum við benda fólki á að tryggja sér miða sem fyrst,“ segir Ásgeir. Innipúkinn verður haldinn á skemmtistöðunum Gaukur á Stöng og Húrra í Naustinu, miðbæ Reykjavíkur. Dagskrá og upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðu Inni- púkans, innipukinn.is og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Miða og helgararmbönd má nálgast á tix.is. Innipúkinn til höfuðs fyllirísútihátíðum EINA TóNlISTARHÁTÍðIN UM VERSlUNARMANNAHElGINA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.