Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 53
Helgarblað 28. júlí 2017 KYNNING Ragna Björg Arnar-dóttir og Kristín Sigur-steinsdóttir hafa rekið Snyrtistofuna Evu á Selfossi frá 2011. Þar bjóða þær upp á rólegt og afslappað andrúms- loft, ásamt því að veita góða, faglega og persónulega þjón- ustu, bæði í meðferðum sem og ráðgjöf við vöruval. Boðið er upp á alhliða úrval meðferða fyrir bæði dömur og herra. Í boði eru andlitsmeðferðir, and- litsböð, litun og plokkun, vax, fótsnyrtingar, handsnyrtingar, gelneglur, förðun og varanleg förðun. „Við erum einnig með nokkr- ar gerðir af dekurpökkum sem eru mjög vinsælir í gjafir hjá okkur. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem henta öllum hvort sem meðferð er valin eða inneign á stofunni. Við erum líka mjög liðlegar ef fólk langar að skipta í aðrar meðferðir eftir á. Hér fást einnig ýmsar vörur fyrir húðina og förðunarvörur í ýmsum verðflokkum. Það má segja að við séum snyrtistofa fyrir alla sem langar að gera vel við sig í dekri,“ segir Ragna. Frábærar vörur og enn betri þjónusta Þær vörur sem eru í sölu hjá Snyrtistofunni Evu eru Artdeco húðsnyrtivörur, förðunarvörur og handsnyrtivörur, vörur frá Helena Rubinstein og Diesel ilmir. „Markmið okkar er að viðskiptavinir geti gengið að því vísu að fá bestu mögu- legu meðferð og þjónustu hverju sinni, sem hentar þeirra húðgerð og tilgangi. Í snyrti- meðferðum okkar notum við Pure Minerals-vörurnar frá Artdeco. Um er að ræða frá- bæra steinefnalínu sem er án allra parabena. Í vörunum er einnig mikið af náttúrulegum efnum og vítamínum. Artdeco- vörurnar eru þýskar og hafa notið mikilla vinsælda þar í landi og einnig í Frakklandi og á Ítalíu,“ segir Ragna. Sérmeðferðir Elísabet veitir ýmsar sér- meðferðir svo sem varanlega förðun eða tattú á auga- brúnir, kringum augun og á varir. Einnig framkvæmir hún Meta Therapy frá Dermatute. „Sú meðferð hefur verið afar vinsæl Anti Aging-meðferð hjá fræga fólkinu í Hollywood. Meðferðin kom til Íslands fyrir rúmum tveimur árum,“ seg- ir Elísabet. „Um er að ræða rakameðferð sem vinnur vel á öldrunareinkennum eins og litablettum, slappleika og hrukkum, en einnig örum. Árangurinn er endurnýjun og endurbygging húðarinnar og bætt ásýnd. Meðferðin er 100% náttúruleg og sársaukalaus. Meðferðartíminn er stuttur og árangurinn er sjáanlegur strax,“ segir Elísabet, sem gerir einnig gelneglur. Snyrtistofan Eva er staðsett í Miðgarði að Austurvegi 4, Selfossi. Opið er alla virka daga frá kl. 10-17. Tímabókanir eru í síma 482-3200. Nánari upp- lýsingar má nálgast á Face- book-síðu Snyrtistofunnar Evu. Fyrir alla sem langar að gera vel við sig í dekri SNYRTISTOFAN EVA SElFOSSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.