Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 60
36 menning Helgarblað 28. júlí 2017 Faðir hinna lifandi dauðu E inn áhrifamesti hryllings- myndaleikstjóri heims – guðfaðir zombímyndarinn- ar – bandaríkjamaðurinn George Romero lést 16. júlí síð- astliðinn. Þjóðsögur um lifandi dauðar manneskjur hafa verið til á mörgum ólíkum tímabilum og menningarheimum í ein- hverri mynd, en hin nútímalega hugmynd um uppvakninginn – zombíinn – er að stórum hluta mótuð af ódýrum en snjöllum zombí-kvikmyndum Romeros. Night of the living dead (1968), Dawn of the Dead (1978) og Day of the dead (1985) fjölluðu um hrun hins siðaða samfélags, heimsendi þar sem hinir dauðu fóru af ein- hverjum ástæðum að vakna af svefninum langa og reyna að borða hina lifandi. Kvikmyndir Romeros hafa haft varanleg áhrif á hugmyndir fólks um zombía, hryllingsfyrirbæri sem hafa birst ítrekað æ síðan í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, myndasögum, bókum og tölvuleikjum. DV tók saman nokkra hluti sem flestar zombímyndir og -ævintýri sækja í kvikmyndir Romeros. Svona mótaði hryllingsmyndaleikstjórinn George Romero hugmyndir okkar um zombía 1. Ógnin í fjöldanum. Eitt af einkennum uppvakninganna í kvikmyndum Romero var hvernig þeir stauluðust hægum skrefum áfram og drógu lappirnar – hættan af þeim fólst þannig fyrst og fremst í fjöldanum frekar en hraða hvers og eins. Hið einkennandi göngulag var gert ódauðlegt og heimsfrægt í dans- inum í hinu óhemju vinsæla myndbandi við Thriller eftir Michael Jackson árið 1985. Margir sem hafa spreytt sig á zombí-myndagerð á undan- förnum áratugum hafa breytt út frá hefðinni og látið uppvakningana hlaupa - en það fannst Romero vera algjörlega fáránleg hugmynd. 5. Þeir eru leið til að gagnrýna nútímamenningu. Fyrstu zombímyndir Romeros komu fram á einhverju helsta hagvaxtartímabili í sögu mannkyns, neyslumenning og verslun var orðin að almennri tómstundar- iðju í Bandaríkjunum. Önnur mynd Romeros, Dawn of the dead, gerist í verslun- armiðstöð þar sem dregnar eru upp hliðstæður milli hins óslökkvandi neyslu- þarfar nútímamannsins og óseðjandi löngun uppvakninganna í mannakjöt. Romero og aðrir leikstjórar hafa notað zombíana sem skondið og kaldhæðið tæki til að gagnrýna hin ýmsu samfélagsmein í nútímanum. 2. Þú verður að eyðileggja hausinn. Það segir sig ekki sjálft hvernig best er að drepa uppvakning - því hann er jú þegar dauður. Í kvikmyndinni Day of the Dead kom fyrst fram hin alþekkta regla að eina leiðin til að drepa upp- vakning endanlega sé að skaða eða eyðileggja hausinn. Sú regla hefur verið látin gilda í flestum zombímyndum síðan og í ótal tölvuleikjum hefur meginmarkmiðið verið að rota eða afhöfða heiladauða uppvakningana. 3. Þeir eru næstum því eins og menn. Ein ástæðan fyrir því að zombímyndir urðu svo fýsilegur kostur fyrir hryllingsmyndagerðarmenn var að þær gátu verið mjög ódýrar í framleiðslu - það þurfti mun minni gervi en í varúlfa- eða vampíru- myndir. Þá þurftu leikararnir sem léku illmennin ekki að vera sér- staklega góðir, heldur fyrst og fremst margir. 4. Hinir lifandi eru ekki síður hættulegur. Þó að vondu kallarnir séu yfirleitt hinir skjögrandi hálfrotnuðu og holdhungruðu uppvakningar fjalla zombímyndir þó ekki síður um vonsku hinna lifandi – og það eru oftar en ekki þeir sem eru hin raunverulega ógn. Guðfaðir uppvakning- anna Kvikmyndagerðar- maðurinn George Romero lést í júlí. Mynd EPA Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Metsölulisti Eymundsson 5.–12. júlí 2017 Allar bækur 1 NorninCamilla Läckberg 2 FjalliðLuca D’Andrea 3 Með lífið að veði Yeonmi Park 4 Sagas of the Icelanders Ýmsir höfundar 5 Hús tveggja fjöl-skyldna Lynda Cohen Loigman 6 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 7 Independent PeopleHalldór Laxness 8 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 9 Konan í dalnum og dæturnar sjö Guðmundur G. Hagalín 10 Drekkingarhylur Paula Hawkins Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 Konan í dalnum og dæturnar sjö Guðmundur G. Hagalín 3 Kortabók 2016–2017 4 VegahandbókinSteindór Steindórsson 5 Leitin að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson 6 Volcano Sudoku Ýmsir höfundar 7 171 Ísland - Áfanga-staðir í alfaraleið Páll Ásgeir Ásgeirsson 8 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson 9 Býr Íslendingur hérGarðar Sverrisson 10 LitagleðiHelga Jóhannesdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.